Er Reynir að ljúga upp á Björgólf?

Ég fæ ekki betur séð en Reynir hafi verið að nota Björgólf Guðmundsson sem blóraböggul þegar hann var að útskýra fyrir blaðamanninum hvers vegna hann vildi ekki birta fréttina. Reynir segir nefnilega hvergi berum orðum að Björgólfur hafi bannað honum eitt eða neitt - eða yfirleitt haft samband við hann - heldur gefur hann það í skyn, samanber þessi orð sem eru birt orðrétt: "Það eru svo margir áhrifavaldar á líf okkar, eins og Björgólfur Guðmundsson, með annars vegar veð í bréfunum og hinsvegar prentun á blaðinu og meðan það er eitthvað lífsmark á honum þá mun hann reyna að drepa okkur."

Þetta virkar frekar á mig eins og Reynir sé með ofsóknaræði á háu stigi, eða bara svona hrikalegur lygari (sem mér finnst mun trúanlegra). Hann fullyrðir við blaðamanninn að Björgólfur muni segja eitthvað út af fréttinni. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru allt aðrir áhrifamenn í íslensku viðskiptalífi sem standa Reyni mun nær, fyrst og fremst Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreinn Loftsson. Bankastjóri Landsbankans sem um ræðir reyndist þessum mönnum "vinur í raun" og vafalítið eru það þau tengsl sem hafa valdið skjálftanum í Reyni.


mbl.is Upptaka af útskýringum ritstjóra DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

'eg Held að hann ætti að fara á sjó aftur. Reynir lýgur bara þegar hann talar. Upps! Gleymdi einu!

Hann gæti jú orðið ráðherra! Þá er það ekki lýgi, heldur pólitík..

Óskar Arnórsson, 16.12.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband