Björgólfur var semsagt ímyndun hjá Reyni

Þetta kemur allt heim og saman við það sem Reynir Traustason var sjálfur búinn að viðurkenna. Hann sagði þetta í viðtali við mbl.is í gærkvöldi: "Mistökin mín í málinu eru þau að láta truflast af einhverjum ótta við eitthvað ókomið..."

Það var þessi ótti sem leiddi til þess að Reynir nefndi að Björgólfur gæti stoppað prentun DV. En eins og kemur fram í yfirlýsingu Björgólfs þá var hann ekki í nokkri aðstöðu til að hafa áhrif á ritstjórn DV og þekkti ekki til málsins.

Þar að auki þætti frekar skrítið ef Reynir leyfði Björgólfi að stjórna birtingu frétta í DV, því það kemur fram í spjallinu sem var birt í Kastljósi í gærkvöldi að Reynir ber mikinn haturshug til Björgólfs og vill gera allt sem hann getur til að "taka hann niður."

Hann hlýtur að vera fremur óhugnanlegur, hugarheimurinn sem ritstjóri DV býr í.

 


mbl.is Björgólfur: Fjarstæða en kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

trú hvorki Bjögganum eða Reyni T

garún (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:51

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Kannski má segja að stóru mistökin séu þau að byrja á því að ráðast á sinn undirmann til að reyna að taka hann niður í fallinu. Það kannski lýsir Reyni betur en margt annað. Hann svosem segir það heldur ekki beint að þetta sé Björgólfur sem hann sé að beygja sig fyrir heldur lætur að því liggja að hann sé eitt af þessum öflum sem stjórna lífi hans.

Hann hlýtur að víkja ekki seinna en í dag.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 16.12.2008 kl. 15:23

3 identicon

Það er voðalega vinsælt í dag að segjast ætla að taka einhvern niður, maður er ekki athugasemdarmaður í dag nema maður tali um að taka einhvern niður

Krímer (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 15:26

4 identicon

Þessi útrásarvíkingur er alveg ótrúlegur, reynir að hafa áhrif á ritstjórn DV.

Ég er á þeirri skoðun að þessa menn eigi að taka niður, og það ekki seinna en strax.  Þetta ástand í þjóðfélaginu eru með öllu óásættanlegt.

Aðgerðir strax!

Sigríður Kaiser (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband