Það vantar restina af fréttinni

Jón Ólafsson talar fjálglega um að þetta sé sigur og frávísun málsins sýni að hann hafi verið heiðarlegur. En hér klikka fjölmiðlar illilega, því það vantar restina af fréttinni - eða réttara sagt fyrripartinn. Jón er semsagt búinn að fá refsingu fyrir skattalagabrotið. Hann var sektaður fyrir að stela 360 milljón krónum undan skatti. En hversu há var sektin, hver var refsingin?

Jú, Jón fékk 100 milljón króna sekt fyrir að svíkja undan skatti, auk þess sem hann þurfti að sjálfsögðu að borga viðkomandi skatta með dráttarvöxtum. Þessu segja fjölmiðlar ekki frá, heldur taka við hann viðtöl um hvað hann sé feginn að vera laus undan þessum ofsóknum.

Hvernig verður Jón að góðum gæja sem gerði ekkert af sér, þótt héraðsdómur hafi að sinni ekki viljað taka á kröfu um að honum verði varpað í fangelsi fyrir að stela af samborgurum sínum? 

Það að stela undan skatti er að stela frá almenningi. Jón gerði það. Undarleg siðblinda er þetta af manninum að berja sér á brjóst í fjölmiðlum eins og ekkert hafi í skorist. Ég man ekki eftir mörgum þjófum sem það hafa gert.


mbl.is Skattamáli Jóns vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hann er glaðhlakkalegur á myndinni frá því í sumar. Vantar bara að hann sýni þjóðinni fingurinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband