Hvaða almannatengsl?

Er ekki of mikið sagt hjá stjórnvöldum að hluti af þessum 350 milljónum hafi farið í almannatengsl? Hvaða almannatengsl? Eru menn að tala um blaðamannafundina í Iðnó? Eða um Björn hinn norska, sem var til ráðgjafar í nokkrar vikur? Vart hefur mikið meira verið gert af hálfu stjórnvalda sem kallar á einhvern utanaðkomandi kostnað til að kynna málstað Íslendinga. Erum við kannski að tala um 5 milljónir - af þessum 350?

Sem segir auðvitað hversu hroðalega illa hefur verið staðið að öllum kynningarmálum í tengslum við bankakreppuna. Og áætlunin fyrir næsta ár segir allt sem segja þarf: þá á að eyða heilum 28 milljónum í ráðgjöf og almannatengsl.

Norður-Kóreumenn verja meiri fjármunum en þetta í samskipti við umheiminn.


mbl.is 350 milljónir í ráðgjöf og almannatengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband