Afhjúpar að Steingrímur J. er stórskrítinn

Oft er Steingrímur J. með ágætis málflutning, málefnalegan og vel rökstuddan. En við og við kemur hann upp um hvað hann er í raun skrítinn stjórnmálamaður. Þetta kjarnaorkuvopnakjaftæði er ein besta sönnun þess. Hann gæti allt eins lagt fram frumvarp um að landganga ísbjarna væri bönnuð.

Þetta er ekki einu sinni sýndarmennska, miklu frekar sýndarheimska. Ég er sannfærður um að samflokksmenn Steingríms skammast sín þegar hann kemur með tímasóun á borð við þetta frumvarp - og það í níunda sinn.

Fólk treystir skrítnum stjórnmálamönnum ekki fyrir stjórn landsins. Því finnst kannski í lagi að hafa þá til að djóka með, eins og Guðna Ágústsson, en ekki meir. En þar sem Steingrímur J. er ekki alheimskur, þá gæti hann átt sér viðreisnar von með því að fara í allsherjar af-skrítnun. Mér dettur í hug að hann ætti kannski að gerast sjálfboðaliði í eldhúsinu hjá Kvennaathvarfinu í hálfan mánuð. Þar sæi hann fljótt hversu bjánalegt er að eyða tímanum í kjarnorkuvopnakjaftæði.


mbl.is Leggur fram frumvarp í 9. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú útskýrt hvað þér þykir svona skrýtið við þetta frumvarp? Og líkir þú því saman að fá ísbirni óboðna til lands og að gefa leyfi fyrir urðun kjarnorkuúrgangs??

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Leifur H er greinilega áhugamaður um kjarnorkuvopn og notkun þeirra.  Þetta er að sjálfsögðu hið besta mál og fær hann stuðning okkar úr kjarnorkuklúbbnum Bombunni!

Björn Heiðdal, 17.11.2008 kl. 18:24

3 identicon

Eyða tímanum segiru ? Ef að alþingismenn ynnu hratt tæki það ekki margar klst að samþykkja það.  Lesa það, mynda sér skoðun og kjósa. Þetta frumvarp er hið besta mál og getur skipt sköpum í framtíðinni. Ef að hingað vilja menn koma með kjarnorkuúrgang eða vopn sem líklegast yrðu frá bandríkjunum má vel reikna með, miðað við síðustu ár, að í ríkisstjórninni sætu þá USAsleikjur sem sæu sér ekki fært um að segja nei. Í versta falli yrðu þá flutt hingað kjarnorkuvopn sem myndu faila eitthvað og skemma landið. Svekkjandi þá að hafa ekki samþykkt frumvarpið.

Ásgeir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 19:14

4 identicon

Þú tilheyrir flokki manna sem talar um að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir eitthvað eftir að það gerist nema hvað þið vælið um svona áður en það gerist, röklaust og ömurleg bloggfærsla hjá þér, góð rök hafa aldrei skaðað neinn!

Benedikt (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 19:20

5 identicon

Nú þykir mér þú ganga skart á skjön við einkunnarorðin þín, nafni. 

"Sannleikurinn sagna bestur og aðgáti í nærveru sálar".    Vona þínvegna að þú hafir verið illa fyrir kallaður þegar þú fannst þig knúinn að urða yfir þessa tillögu sem mér fyndist vera til mikils sóma fyrir Ísland og íslendinga alla og til marks um nýtt og betra Ísland.     Við erum eftir sem áður þjóð með sjálfstæða stjórn og eigið vald til framkvæmda, ennþá sem komið er.  

Ég styð þetta frumvarp heils hugar og tel hugmyndina til fyrirmyndar.  

Guðjón Leifur Gunnarsson

Guðjón Leifur (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:53

6 Smámynd: Leifur H

Ég er nú sammála því að hér hafi ég ekki nægilega haft í huga einkunnarorðin "aðgát skal höfð í nærveru sálar." Það er hægt að hafa álit á því hvað fólks hefst að án þess að vera með persónulegan fúkyrðaflaum.

Ég get bara ekki gert að því að mér finnst þessi tillaga Steingríms svo arfavitlaus að það sé móðgun við venjulegt fólk að eyða tíma Alþingis í hana. Mergurinn málsins er auðvitað sá að svona lög hafa nákvæmlega ekkert að segja. Ef einhverjum stríðsherrum dytti í hug að vaða hér um með kjarnorkuvopn í fórum sínum, þá mundu þeir ekki byrja á því að fletta upp í lagasafni Alþingis. Ekki hafði túlkun Davíðs Oddssonar á erlendum skuldum óreiðumanna neitt að segja við bresk stjórnvöld. Þau skelltu bara á hann hryðjuverka-handjárnum. Samt eiga þeir að heita vinir okkar. Stórþjóðir fara ekki eftir öðrum lögum en sínum eigin.

Þetta segir ekkert um skoðun mína á kjarnorkuvopnum eða beitingu þeirra. Þetta er bara skoðun mín á þeirri undarlegu þráhyggju formanns Vinstri Grænna að leggja þetta frumvarp fram í 9. sinn. Miklu gagnlegra væri að setja texta á ensku, rússnesku og kínversku á vefsíðu flokksins, þar sem lýst væri andstöðu við umferð kjarnaknúinna tóla og tækja hér á landi. Handhafar slíkra tóla gætu þá gúgglað þessa skoðun áður en þeir kæmu í heimsókn. En auðvitað mundu þeir ekki taka mark á henni frekar en lögum um sama efni. Það vitum við. Hvers vegna er Steingrímur þá að berja hausnum svona við steininn? Hvað á maður að hald?

Leifur H, 17.11.2008 kl. 21:42

7 Smámynd: Leifur H

Það er nú rétt hjá þér Börkur að auðvitað hefur Alþingi ekkert betra að gera en ræða þetta lagafrumvarp Steingríms um bann við kjarnorkuvopnum á Íslandi. Þar með væri komin enn ein ástæða fyrir útlendinga að gera grín að okkur - að í miðri fjármálakreppunni hefði Alþingi mestar áhyggjur af kjarnorkuvopnum. Nema að niðurstaða erlendra fréttamanna væri sú að Íslendingar hefðu aldrei verið nær því að verða sprengdir til helvítis fyrir að stela svona miklum peningum frá vinaþjóðum sínum.

En það er munur á því hvort þú setur lög sem þú getur raunverulega fylgt eftir, eða lög sem eru bara eins og hver önnur viljayfirlýsing um frið á jörð og kærleik í skóinn. Virðing Alþingis var ekki sérlega mikil fyrir, en svona kjarnorkuvopnakák fer með hana niður í kjallara.

Leifur H, 17.11.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband