Bankaleynd á ekki við um gamla Glitni

Bnkaleynd á ekki við um starfsemina í gamla Glitni, ekkert frekar en um aðra glæpastarfsemi. Það er deginum ljósara að margir áhrifamenn innan gamla Glitnis misnotuðu aðstöðu sína með skelfilegum afleiðingum fyrir íslensku þjóðina.

Það þjónar engum tilgangi að sveipa leyndarhjúp um þær athafnir innan gamla Glitnis sem sigldu bankanum í strand. Leyndin þjónar bara brotamönnum.

Þeir bankamenn sem nú þegar hafa áttað sig á þessu eiga heiður skilinn fyrir að hafa útvegað Morgunblaðinu sannanir um spillinguna. Þetta mál kemur okkur öllum við. Ég skora á alla bankamenn sem vitneskju hafa um glæpsamlegt athæfi í skjóli bankaleyndar að setja sig í samband við fjölmiðla og láta þá hafa upplýsingar. Fjölmiðlafólk leggur ríka áherslu á að halda trúnað við heimildamenn sína, enda eru þess engin dæmi að blaðamenn hafi ekki virt hann.


mbl.is Glitnir semur nýjar lánareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingalygi Nóatúns

Ef ég man rétt, þá auglýsti Nóatún gjörbreytta verðlagningarstefnu fyrir ca. tveimur vikum. Með alls konar trixum sagðist Nóatún hafa náð að lækka verð á fjölmörgum vörutegundum og ætlaði aldeilis að blanda sér í slaginn um hylli neytenda með lækkuðu vöruverði. Ekki veitti nú af, enda var ég hættur fyrir löngu að versla í Nóatúni vegna þess hvað allt var dýrt í búðinni.

Samkvæmt verðkönnun ASÍ er þetta bara lygi í Nóatúni. Það er áfram dýrasta verslunin (fyrir utan klukkuránsbúðirnar). Halda Nóatúnsmenn að það gangi upp til lengdar að ljúga svona að fólki?

Auðvitað munu þeir segja að engin af vörunum á lækkuðu verði hafi lent inni í könnuninni. Þá er nú úrvalið ekki mikið, því það voru 50 vörutegundir í verðkönnun ASÍ.

Það eru engar afsakanir til fyrir þessari fölsku auglýsingaherferð. Auðvitað ætti Neytendastofa að taka málið fyrir, en þar sem hún er lamaðasta stofnun hins opinbera þá er ekki mikils að vænta úr þeirri átt.


mbl.is Verðmunur milli verslana minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og kettir kringum heitan graut

Hvaða vingulsháttur er þetta hjá Samfylkingunni í kringum þá einföldu athöfn að reka aðalbankastjóra Seðlabankans? Á virkilega að leggja í margra vikna vinnu við að semja framvarp um að renna Fjármálaeftirlitinu inn í Seðlabankann, til þess eins að geta auglýst stöðu Seðlabankastjóra á nýjan leik og þannig losnað við Davíð?

En alveg er þetta dæmigerður hugsunarháttur fólks sem hefur runnið beinustu leið inn í umhverfi embætismannakerfisins.  Það er aldrei hægt að ganga hreint til verks, heldur þarf að fara einhverjar Krísuvíkurleiðir.


mbl.is Ákvörðun tekin fljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna fékk Björgvin ekkert að vita?

Ingibjörg Sólrún segir að á þessu ári hafi verið haldnir sex fundir með Seðlabankanum til að ræða hina alvarlegu stöðu bankanna.

Svo virðist sem Björgvin G. Sigurðsson, ráðherra bankamála á Íslandi, hafi ekki verið á neinum þessara funda - eða þá að hann hefur kosið að taka þátt í blekkingaleiknum sem átti sér stað á þessum tíma:

Þann 5. ágúst síðastliðinn skrifaði Björgvin þetta m.a. á vefsíðu sína bjorgvin.is (sem nú er búið að loka)

Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma.

Og hann skrifaði líka þetta - tær snilld, svona eftir á að hyggja:

Aðstoðarmenn Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði. Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslensku bönkunum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að mynda ástæðu til að ætla að staðan tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.

Vááááá - já, trúið því, ráðherra bankamála skrifaði þetta minna en tveimur mánuðum áður en allt fór í klessu.


mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðvörunarorð Davíðs í febrúar voru ári of seint á ferðinni

Davíð Oddsson kemur nú fram og segir Seðlabankann hafa margoft varað við hættunni af stærð bankanna. Segist m.a. hafa bent á breska skýrslu í febrúar á þessu ári.

Allir sem fylgst hafa með málinu vita að í febrúar síðastliðnum var orðið of seint fyrir bankana að bregðast við þeim skorti á baklandi sem augljós var orðinn. Það hefði þurft að taka í taumana miklu fyrr.

Öllum sem vilja vita er ljóst að bankarnir eru búnir að vera í hálfgerðri krísu síðan um áramótin 2006-2007. Þeir sem segjast hafa varað við ástandinu á árunum 2007 og 2008 hafa því ekki ástæðu til þess að monta sig af því. Slík viðvörunarorð eftir áramótin 2006-2007 höfðu einungis þau áhrif að vera sjálfrætandi spádómur.

Hvernig stóð á því að bankarnir voru komnir í þessa stöðu í febrúar síðastliðnum? Jú, það gerðist með aðstoð Davíðs Oddssonar og þá hjálp hafði hann veitt allt frá því hann var forsætisráðherra og bankarnir voru einkavæddir.

Í umræðum á Alþingi í október 1999 sagði Davíð, sem þá var forsætisráðherra, að undirliggjandi skilningur væri á því í samfélaginu að um banka giltu önnur lögmál en um aðra starfsemi á hinum frjálsa markaði. Til dæmis myndi engin ríkisstjórn láta bankastofnun fara á höfuðið. Sagði Davíð.

En hvenær skipti hann svo um skoðun? Hvenær lét hann vita af því að hann hefði skipt um skoðun? Aldrei.

Hefði Davíð virkilega verið þeirrar sannfæringar einhvern tímann eftir fyrri yfirlýsingar sínar, að ríkinu bæri ekki að bjarga bönkunum, hefði hann átt að lýsa því yfir skýrt og skorinort sem forsætisráðherra, eða þegar hann tók við stöðu Seðlabankastjóra. Þá hefðu bankarnir vafalítið hagað útrás sinni með allt öðrum hætti.

Staðreyndin er sú að hann seldi einkaaðilum bankana án þess að afnema ósýnilegu ríkisábyrgðina. Bankarnir voru aldrei látnir vita að þessari ríkisábyrgð hefði verið aflétt.

En ríkisábyrgð er ekki ókeypis, ekkert frekar en hádegisverðurinn. Kostnaðurinn safnast upp smám saman. Núna erum við að borga kostnað margra ára ríkisábyrgðar í einu lagi.


mbl.is Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir, hringdu í Brown og fáðu upplýsingar

Geir Haarde segist í þessu Moggaviðtali ekki vita hvað Davíð Odsson eigi við þegar hann talar um að sitthvað eigi eftir að koma nýtt í ljós hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga í Bretlandi.

Það er auðvitað mjög skrítið, því maður hélt að þeir Geir og Davíð töluðu saman tvisvar á dag um ástandið. Er Davíð að halda þessu leyndu fyrir Geir?

En Geir getur líka tekið upp símann og hringt í starfsbróður sinn Gordon Brown. Ég sá nefnilega einhvers staðar eftirfarandi bloggað um málið:

Gordon Brown sagði (á blaðamannafundi) að tvær ástæður væru fyrir beitingu hryðjuverkalaganna, annars vegar sú staðreynd að Íslendingar ætluðu ekki að standa við skuldbindingar sínar (um að vernda innistæður í bönkum jafnt eftir þjóðerni) og hins vegar að miklir fjármagnsflutningar hefðu átt sér stað FRÁ Englandi til Íslands dagana á undan. Brown sagði að Bretar vildu fá þá peninga aftur.

Ég get mér til að Davíð hafi verið að tjá sig um þetta síðarnefnda. Ég get mér líka til að það útskýri hvers vegna breska stjórnin tók ekki bara Landsbankann í karphúsið, heldur líka Kaupþing. En eins og allir muna þóttust Kaupþingsmenn í góðum málum fram að þessu - og kom þeim mikið á óvart hvað Bretar beittu sér harkalega gegn þeim.

 

Já sæll!!! Úr því að breski forsætisráðherrann hefur sagt þetta, hvers vegna hefur enginn íslenskur fjölmiðill verið að tala um það og hvers vegna hefur íslenski forsætisráðherrann enga hugmynd um málið?

 


mbl.is Ábyrgðin liggur hjá bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarlögin voru vandamálið, ekki Icesave sem slíkt

Það er alltaf verið að tala um Icesave deiluna við Breta og Hollendinga. En uppgjör á skuldbindingum vegna Icesave var ekki grundvöllurinn sem þessi deila byggðist á, heldur þau ákvæði neyðarlaganna að ætla að mismuna Íslendingum og útlendingum. Neyðarlögin gengu út á að íslenskir innistæðueigendur fengju allt, en útlendir innistæðueigendur - í útibúi íslensks banka - áttu að sitja uppi með afganginn, ef einhver yrði.

Þetta ákvæði neyðarlaganna bitnaði þar með á eigendum innistæðna í Icesave reikningunum. Þetta var mismunun sem byggðist á þjóðerni og þverbraut allar reglur á evrópska efnahagssvæðinu.

Þetta sættu hvorki Bretar né Hollendingar sig við, og ekki heldur ALLAR hinar Evrópusambandsþjóðirnar - þar á meðal frændur okkar á Norðurlöndunum.  Það hefði engu máli skipt hversu stór skuldin var vegna Icesave reikninganna, ESB löndin hefðu samt farið í hart.


mbl.is ESB hefði jafnvel sagt upp EES-samningi við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhjúpar að Steingrímur J. er stórskrítinn

Oft er Steingrímur J. með ágætis málflutning, málefnalegan og vel rökstuddan. En við og við kemur hann upp um hvað hann er í raun skrítinn stjórnmálamaður. Þetta kjarnaorkuvopnakjaftæði er ein besta sönnun þess. Hann gæti allt eins lagt fram frumvarp um að landganga ísbjarna væri bönnuð.

Þetta er ekki einu sinni sýndarmennska, miklu frekar sýndarheimska. Ég er sannfærður um að samflokksmenn Steingríms skammast sín þegar hann kemur með tímasóun á borð við þetta frumvarp - og það í níunda sinn.

Fólk treystir skrítnum stjórnmálamönnum ekki fyrir stjórn landsins. Því finnst kannski í lagi að hafa þá til að djóka með, eins og Guðna Ágústsson, en ekki meir. En þar sem Steingrímur J. er ekki alheimskur, þá gæti hann átt sér viðreisnar von með því að fara í allsherjar af-skrítnun. Mér dettur í hug að hann ætti kannski að gerast sjálfboðaliði í eldhúsinu hjá Kvennaathvarfinu í hálfan mánuð. Þar sæi hann fljótt hversu bjánalegt er að eyða tímanum í kjarnorkuvopnakjaftæði.


mbl.is Leggur fram frumvarp í 9. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni ætlar pottþétt að stofna nýjan flokk

Guðni veit sem er að hann verður felldur úr formannsembætti eftir áramótin. Hann veit að Framsóknarmenn vilja í ESB, en þangað vill hann ekki fara. Og ekki heldur Bjarni Harðar vinur hans.

Þess vegna er klókt af Guðna að segja af sér þingmennsku og stofna nýjan flokk ásamt Bjarna og fleiri and-ESB sinnum. Þar með koma þeir ferskir og flottir inn í kosningabaráttuna næsta vor og eiga möguleika á þingsætum, en verða lausir við alla leiðindakjóana úr Framsóknarflokknum.

Og svo er auðvitað ekki spurning að þeir eiga að fá Kristin H. Gunnarsson með sér í nýja flokkinn.

Næsta mál er bara að finna nafn á nýja flokkinn. "Vinstri hægri snú" kemur upp í hugann - klassískt.


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignir Landsbankans eiga að hrökkva fyrir þessu

Gott að þetta er komið í höfn. Það er líka gott að hugsa til þess að líklega munu Íslendingar aldrei þurfa að borga krónu vegna þessa uppgjörs. Bæði Ingibjörg Sólrún og Björgvin Sigurðsson hafa talað um að eignir Landsbankans eigi að duga á móti þessu Icesave uppgjöri.

En er ekki ljóst núna að  Davíð Oddsson verður að segja af sér. Hann er höfuðpaur þeirrar stefnu að við eigum ekki að borga vegna Icesave. Það þref hefur tafið viðreisn þjóðarbúsins í einn og hálfan mánuð. Samt máttu allir vita að Íslendingar kæmust ekki upp með að stinga af frá skuldbindingum stjórnvalda í bankarekstri á evrópska efnahagssvæðinu.


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband