Bankaleynd á ekki við um gamla Glitni

Bnkaleynd á ekki við um starfsemina í gamla Glitni, ekkert frekar en um aðra glæpastarfsemi. Það er deginum ljósara að margir áhrifamenn innan gamla Glitnis misnotuðu aðstöðu sína með skelfilegum afleiðingum fyrir íslensku þjóðina.

Það þjónar engum tilgangi að sveipa leyndarhjúp um þær athafnir innan gamla Glitnis sem sigldu bankanum í strand. Leyndin þjónar bara brotamönnum.

Þeir bankamenn sem nú þegar hafa áttað sig á þessu eiga heiður skilinn fyrir að hafa útvegað Morgunblaðinu sannanir um spillinguna. Þetta mál kemur okkur öllum við. Ég skora á alla bankamenn sem vitneskju hafa um glæpsamlegt athæfi í skjóli bankaleyndar að setja sig í samband við fjölmiðla og láta þá hafa upplýsingar. Fjölmiðlafólk leggur ríka áherslu á að halda trúnað við heimildamenn sína, enda eru þess engin dæmi að blaðamenn hafi ekki virt hann.


mbl.is Glitnir semur nýjar lánareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband