15.12.2008 | 23:31
Hatursfullur hugarheimur ritstjórans
Það er með ólíkindum að lesa þessa frásögn af samtali Reynis ritstjóra og blaðamannsins. Sérstaklega slær mann hvað ritstjórinn virðist siðblindur og fullur af hatri.
Þetta fyrrnefnda kemur fram í þessum kafla, aþr sem hann segir: "það eru ótal fréttir sem maður birtir ekki af ýmsum ástæðum. Við erum ekki búin að skrifa fréttina um lögreglumanninn sem fyrirfór sér. Það er ástæða fyrir því. Þá er maður að hugsa um hagsmuni blaðsins. Ekki það, að þetta er frétt sem á fullan rétt á sér."
Hann er semsagt ekki að hugsa um hagsmuni fjölskyldu manns sem fyrirfór sér, heldur um hagsmuni blaðsins.
Og svo er Reynir ekkert að skafa ofan af því hvað hann hyggst fyrir með Björgólf Guðmundsson, sem er einn af eigendum prentsmiðjunnar sem prentar DV: "Björgólfur Guðmundsson á prentsmiðjuna. Og ég svo sem er ekkert nojaður yfir því. Ég bara berst við þann djöful og hann mun, þú veist ... við munum taka hann niður og þá verður allt miklu heilbrigðara en það var."
Já, verður allt heilbrigðara? Var ekki Hreinn Loftsson, aðaleigandi útgáfufélags DV, að falast eftir því að kaupa Morgunblaðið? Og væntanlega gera Reyni Traustason að aðalritstjóra.
Og þá verður allt miklu heilbrigðara...
Stóðum andspænis þessum hroðalegu örlögum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef ritstjóranum er hótað að blaðinu verði "rústað" eða hvað sem hann sagði, ef hann birtir einhverja grein, að þá skil ég hann vel í því að bíða með fréttina.
Allavega á meðan málin með DV og útgáfu blaðsins róist.
Mér finnst DV fínt blað, er áskrifandi og les það fyrst af blöðunum á morgnanna.
En þessi blaðamaður virðist vera eitthvað óstöðugur.
Maður tekur ekki upp samtal við vinnuveitenda sinn... og birtir það síðan í öðrum fjölmiðli. Efast um að þessi maður fái vinnu í þessum geira framar.
ThoR-E, 15.12.2008 kl. 23:57
Ace, ertu eina sköllótta kindin í túni hugsunar þinnar? Hefurðu ekkert annað að gera en að skrifa, geturðu ekki misst af strætó einhvers staðar?
bibbi bjé (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 00:32
bibbi bjé: svona athugasemd er varla svarverð. Rökleysa í besta falli.
og ég nota ekki almenningssamgöngur.
ThoR-E, 16.12.2008 kl. 01:53
Ha hahha... neihh.. aldrei hef ég unnið hjá neinu blaði ...
Ég held samt að ég bæti við að ég hef verið að lesa um þetta mál á eyjunni, upplýsingar sem ekki voru komnar fram þegar ég setti fyrsta kommentið á þessa síðu ... og ekkert víst að ég sé annarar skoðunar.
En þrátt fyrir það að ... svona komment eins og frá þessum bibba bjé ... og síðan þessa aðdróttun um að ég sé reynir traustason ... þetta er bara kjánaskapur.
Reyna rökin frekar og jafnvel að reyna að vera málefnalegir ... það er mun skemtilegra í mannlegum samskiptum, sérstaklega þegar maður er orðinn eldri en 15 ára.
ThoR-E, 16.12.2008 kl. 02:21
Ekkert víst að ég sé á sömu skoðun, átti þetta að vera.
ThoR-E, 16.12.2008 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.