Auglýsingalygi Nóatúns

Ef ég man rétt, þá auglýsti Nóatún gjörbreytta verðlagningarstefnu fyrir ca. tveimur vikum. Með alls konar trixum sagðist Nóatún hafa náð að lækka verð á fjölmörgum vörutegundum og ætlaði aldeilis að blanda sér í slaginn um hylli neytenda með lækkuðu vöruverði. Ekki veitti nú af, enda var ég hættur fyrir löngu að versla í Nóatúni vegna þess hvað allt var dýrt í búðinni.

Samkvæmt verðkönnun ASÍ er þetta bara lygi í Nóatúni. Það er áfram dýrasta verslunin (fyrir utan klukkuránsbúðirnar). Halda Nóatúnsmenn að það gangi upp til lengdar að ljúga svona að fólki?

Auðvitað munu þeir segja að engin af vörunum á lækkuðu verði hafi lent inni í könnuninni. Þá er nú úrvalið ekki mikið, því það voru 50 vörutegundir í verðkönnun ASÍ.

Það eru engar afsakanir til fyrir þessari fölsku auglýsingaherferð. Auðvitað ætti Neytendastofa að taka málið fyrir, en þar sem hún er lamaðasta stofnun hins opinbera þá er ekki mikils að vænta úr þeirri átt.


mbl.is Verðmunur milli verslana minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband