16.11.2008 | 18:39
Eignir Landsbankans eiga að hrökkva fyrir þessu
Gott að þetta er komið í höfn. Það er líka gott að hugsa til þess að líklega munu Íslendingar aldrei þurfa að borga krónu vegna þessa uppgjörs. Bæði Ingibjörg Sólrún og Björgvin Sigurðsson hafa talað um að eignir Landsbankans eigi að duga á móti þessu Icesave uppgjöri.
En er ekki ljóst núna að Davíð Oddsson verður að segja af sér. Hann er höfuðpaur þeirrar stefnu að við eigum ekki að borga vegna Icesave. Það þref hefur tafið viðreisn þjóðarbúsins í einn og hálfan mánuð. Samt máttu allir vita að Íslendingar kæmust ekki upp með að stinga af frá skuldbindingum stjórnvalda í bankarekstri á evrópska efnahagssvæðinu.
Icesave-deilan leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður þá sagði Sigurjón, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans í kvöld á Stöð 2 að nú þegar sé búið að selja út bestu eignir Landsbankans til lána sem höfu beinar ábyrgðir í þessum eignum. Hinar eignirnar sem eiga að borga upp IceSave er ekki hægt að hreyfa núna vegna markaðsástæðna...
Robert (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 18:50
Íslendingar aldrei borga krónu?? Í hvaða draumaheimi lifir þú félagi?
Þessar "eignir" Landsbankans voru kannski verðmiklar á sínum tíma en hafa hrunið í verði. Einnig hafa bestu eignirnar verið seldar nú þegar.
Einnig er meirihlutinn af þessum "eignum" lán sem á eftir að innheimta en mörg þeirra eru til margra ára, en það þarf að borga Icesave NÚNA!
Eignirnar eru líka í formi verðbréf sem mörg eru verðlaus í dag.
Þú virðist vera mjög bjartsýnn Leifur.
Það ætti að fangelsa fyrrv. eigendur Landsbankans tafarlaust. Þetta eru glæpamenn, og í raun landráðamenn.
Einar (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 19:45
Bretar eru jú að lána okkur til að geta gert Icesave strax, en lánið verður borgað upp síðar meir. Það uppgjör mun að sjálfsögðu byggjast á eignum Landsbankans sem verða seldar með tíð og tíma. Þetta klárast ekki allt á einum degi, heldur mun taka mörg ár.
En mikilvægt er að draga frá þann skaða sem Bretar ollu á eignum Landsbankans þegar þeir frystu þær í krafti hryðjuverkalaga.
Leifur H, 16.11.2008 kl. 20:42
Hvernig dettur nokkrum manni í hug að taka eitt einasta orð trúanlegt sem Ingibjörg og Björgvin láta út úr sér?
Snæbjörn (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.