Leiðrétt fyrirsögn (Bara ein flugvél í vetur) - Tvær vélar í vetur

Upprunaleg málsgrein: Með því að skoða bókunarsíðu Iceland Express í vetur sér maður að félagið er bara með eina flugvél í notkun, nánast allan tímann. Það er því heldur betur samdráttur, félagið orðið álíka stórt og það var í byrjun.

Sjá athugasemd frá Andrési Jónssyni hér að neðan um að þetta sé ekki allskostar rétt.

En kannski er þetta bara gáfulegast, að draga úr kostnaði og áhættu eins mikið og hægt er. En um leið minnkar samkeppnin við Icelandair. En kannski hefur sú samkeppni ekki verið merkileg, því manni hefur fundist bæði flugfélögin vera með ósköp svipuð - og dýr - fargjöld.

En það hefur alltaf verið hægt að mjólka Íslendinga til að standa undir alls konar rugli og alveg pottþétt að milli Iceland Express og Icelandair er góður skilningur á því að halda núverandi stöðu óbreyttri. Icelandair græðir nefnilega ekkert á því að Iceland Express fari á hausinn, því þá gæti bara komið nýtt flugfélag og farið að bjóða lág fargjöld. Það væri auðvitað alveg ferlegt fyrir bísnissinn.


mbl.is Engin áhrif á Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Jónsson

Sæll Leifur,

Þú mátt gjarnan leiðrétta þetta. Við erum með tvær flugvélar í rekstri í allan vetur, auk tilfallandi leiguflugs.

En það er hárrétt að skiptir miklu máli að hafa samkeppni.

Það er hinsvegar ekki rétt hjá að álykta sem þú gerir. Við höldum verðinu á markaðnum niðri. Sjáðu bara hvað danskir fjölmiðlar tala um núna. Brotthvarf Sterling leiðir til þess að SAS hækkar verð um 30% í einum vetvangi.

Það er ekki gefið að það verði fleiri flugfélög áfjáð í að koma hingað með áætlunarflug við núverandi aðstæður.

Þakka þér fyrir að standa með okkur.

Kv. Andrés

Andrés Jónsson, 29.10.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Leifur H

Sæll Andrés

Takk fyrir leiðréttinguna. Ekkert vil ég frekar en hafa sannleikann í heiðri. en ég gat ómögulega séð af tíðni ferða hjá Iceland Express í vetur en þar væri bara ein flugvél í notkun og það sýndi hroðalegan samdrátt.

Vissulega eru flugfargjöld - meira að segja ennþá - lægri en var þegar Icelandair réð eitt markaðnum. Þá var bara þjófnaður og rán í gangi. En fargjöldin hafa hækkað alveg rosalega mikið frá því að samkeppnin byrjaði fyrst og ekki bara hægt að kenna olíuverðinu um.

Vona ykkar vegna að Pálmi Haraldsson hafi ekki blóðmjólkað Iceland Express til að standa straum af taprekstrinum á Sterling, því það leiðir bara til þess að viðskiptavinir þess borga brúsann.

Mér er sæmst að breyta fyrirsögninni og innganginum, en held mig við aðrar ályktanir. 

Leifur H, 29.10.2008 kl. 13:43

3 identicon

Sæll Leifur

Ég veit ekki hvort nokkur les þetta eða tekur eftir því en ég verð bara að gera hérna athugasemd við þetta sem hann Andrés segir um að Iceland Express verði með tvær þotur í gangi í vetur. Nú er Iceland Express búið að segja upp 9 flugfreyjum af ca 30 sem voru í vinnu og þar með eru bara um 20 í vinnu og það þarf fjórar flugfreyjur í hverju flugi og svona stór hópur dugar þá bara til að sinna ferðum tsviar á dag í einnu þotu.

En ég skil ekki hvers vegna Andrés er að mótmæla þessu sem þú segir með að ein þota verði í notkun í vetur. Vonandi veit hann eitthvað meira en aðrir og að Iceland Express verði með tvær þotur í gangi í vetur og flgufreyjur verði ráðnar til að vinan við þær.

Fyrrverandi flugfreyja

Fyrrverandi flugfreyja (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband