29.10.2008 | 10:06
Hvar eru 77 milljarðarnir hans Pálma?
Það eru ekki liðnir tveir mánuðir frá því að Pálmi Haraldsson seldi Baugi öll hlutabréf sín í breskum fyrirtækjum og fékk í staðinn restina af hlutabréfum í Sterling og tengdum félögum, ásamt peningum. Við það tækifæri sagði Pálmi í viðtölum við fjölmiðla að hann kæmi út í 77 milljarða króna gróða, og líklega væri þetta mesti hagnaður Íslandssögunnar í einum viðskiptum. Hann sagði líka að hann ætlaði að einbeita sér að flugrekstrinum, því þar væru miklir möguleikar.
Hvar eru þessir 77 milljarðar núna (sem eru kannski nær 150 milljörðum vegna veikingar krónunnar)? Hvernig dettur manninum í hug að láta Sterling bara fljúga á hausinn, þótt hann eigi sand af seðlum - að eigin sögn. Áttar hann sig ekki á því að ef orðspor Íslendinga var bágt fyrir í Danmörku, þá er það bara barnaleikur miðað við það sem nú tekur við. Það að skilja tugþúsundir manna eftir úti um allan heim er hrikalegt og ekki bætir úr skák að eigandi flugfélagsins á næga peninga til að klára þetta sjálfur.
Þetta virkar á mann eins og siðblinda á hæsta stigi.
Sterling gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta skyldu ekki hafa verið "virtual" milljarðar, svona eins og í tölvuleikjunum?!? Eru það ekki þeir fjármunir sem menn hafa gengið fyrir og sett að veði við lántökur?
Flosi Kristjánsson, 29.10.2008 kl. 10:11
Pálmi er sjálfsagt í bátaleik með Jóni Ásgeir, Jóa gamla úr Bónus og fleiri félögum svo geta þeir líka farið að leika í flugvélaleik
Guðrún (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:17
Ef þetta er alvöru fólk þá ættu þeir að leggja allt sitt undir ekki bara lélegasta bitann í dag "STERLING" sem þeir hafa sogið allann kraft úr, ekki einusinni heldur nokkrum sinnum.
Kems fólk upp með að setja fyrirtæki á hausin og samt sitja á feitum eignum / sjóðum á eftir skammarlaust ?
Jón Snæbjörnsson, 29.10.2008 kl. 10:23
Þetta er hringrásin sem Björgúlfur var að tala um, ekki útrás heldur hringrás endurunnið rusl.
Sævar Einarsson, 29.10.2008 kl. 10:37
Ég yrði ekki hissa að dönsk yfirvöld mundu hneppa þessa menn í gæsluvarðhald á meðan rannsókn fer fram á stöðu mála. Þeir voru allt fram á daginn í gær að segja að tvö tilboð í Sterling væru komin - tvö garanteruð tilboð. Það er semsagt logið fram á síðustu mínútu. Hvað annað hefur þá ekki verið í gangi?
Leifur H, 29.10.2008 kl. 10:51
Ég ætla rétt að vona að dönsk yfirvöld stingi þeim inn. Það er ekki eins og Fonsararnir hafi leikið svipaða leiki áður og þá að því er virtist undir verndarvæng íslenskra stjórnvalda. Á sínum tíma tókst þeim ásamt Hannesi Smárasyni að eyðileggja Icelandair með því að hirða varasjóði félagsins, sjóði sem fyrirtækinu veitti ekki af í dag. Hvað fer næst hjá þessum köllum því þeir voru með næstum allt sitt undir hjá Sterling? Er Iceland Express og Astreus næst?
Afturbatinn (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:12
Þegar þeir félagar keytu Sterling þá var það á hausnum, og enginn botnaði í því hvernig þeir ætlðu að láta það ganga. Svo hafa þeir dælt pening úr Glitni inn í þá hýt sem aftur var svo tekið þaðan út bakdyrameginn þegar þeir seldu félagið sín á milli.
Þetta er bara sama tuggan eins og hjá Jóni Ásgeiri. Selja sér og kaupa af sér félög og við þessar sölur draga þeir peninginn út úr félögun og setja inn ónýt bréf í einhverju drasli sem þeir hafa spennt upp verðið á,alveg eins og Jón Ásgeir og Hannes tæmdu FL group og Jón Ásgeir með Baug. eru hvort eð er búinir að ná öllu út úr þeim.
Svo glott þessi menn af okkur aumingjunum sem þurfum að greiða fyrir allt sukkið þeirra.
dj (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:25
Ég er nú á því að ef danskir bankar og danskur almenningur hagaðir sér eins og siðað og vel uppalið fólk, en ekki eins og breskir dónar, þá hefði þetta félag getað gengið. En danskir bankar hafa alltaf haft horn í síðu íslendinga og hinar norðurlandaþjóðirnar elta þá alveg eins og þægir kjölturakkar. Ef þeir hefðu bara hundsað bretana og sagt að þeir vinni ekki eins og skrælingjar, þá hefði staðan hér verið öðru vísi. Og þetta segi ég sem nánast elska allt sem er danskt.
Marinó Óskar Gíslason, 29.10.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.