28.10.2008 | 15:24
Ekki voru allir sem tóku þessa áhættu
Það er auðvelt að vera vitur eftirá, en staðreyndin er engu að síður sú að hærri ávöxtun fylgir alltaf áhætta. En flestallir virðast hafa talið þessa sjóði algjörlega áhættulausa og því eru vonbrigðin skiljanlega mikil.
En svo var líka hellingur af fólki sem ekki vildi taka áhættu og lagði peningana inn á venjulega sparisjóðsreikninga með lítilli sem engri ávöxtun. Það fólk sleppur með allt sitt á þurru. Ég er ekki að segja að það hafi verið skynsamara en aðrir, en þessir fjármagnseigendur höfðu þó einhverja hugmynd um að hin leiðin hefði áhættu í för með sér.
Það sem okkur þykir auðvitað öllum verst er að áhættan varð raunveruleg.
Landsbankinn greiðir upp peningamarkaðssjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
verður nú að byrja að skilgreina þá áhættu sem lá fyrir við fjárfestingu.
1. Bankabók - trygging 20.877 evrur
2. peningabréf - skuldabréf allra fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkis sem sjóðurinn keypti - (mínus) það sem fer í þrot
reglunum var síðan breytt rétt fyrir leikslok með neiðarlögum þar sem ein útfærsla sparnaðar var tekin fram yfir aðra
Guðmundur S (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:31
Það er hlægilegt að segja að fólk sem hefur sína peninga inná venjulegum sparisjóðsreikningum sé skynsamara (ég veit að þú ert EKKI að segja það), þar sem þar er neikvæð raunávöxtun á peningnum. Þeir sem virkilega reyna að spara og reyna að halda í við verðbólguna eru þeir sem eru skotnir niður. Það er sárt að sjá Haarde og félaga snúa baki við sparifjáreigendum eftir að hafa tönnlast á því fyrr á árinu að nú skyldi fólk spara (!)
Fólk hefði betur keypt flatskjái og utanlandsferðir fyrir peninginn sem það hefur nú tapað í þessum sjóðum, það er klárt mál.
Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:32
Ég er alls ekki að segja að fólk hafi verið einhverjir bjánar að setja peninga í peningamarkaðsssjóðina. Ég gerði það sjálfur um tíma - og eyddi svo öllum peningunum, m.a. í flatskjá, notaðan bíl og nýjan skáp í stofuna. Líklegast var það besta meðferð peninganna, í ljósi þess hvernig fór.
En ég er bara að ítreka að það er ALLTAF einhver áhætta sem fylgir hækkandi ávöxtum.
Eftir á að hyggja hefðu Íslendingar allir sem einn bara átt að kaupa gjaldeyri. Þá værum við núna að skila honum inn í hagkerfið (fyrir fleiri krónur) og allt væri í lukkunnar velstandi.Leifur H, 28.10.2008 kl. 16:43
Ég er ekki að horfa á þetta út frá einhverjum spekingssjónarhóli, heldur einfaldlega þeirri staðreynd að allir sem lána peninga (hvort sem það eru bankar eða einstaklingar) taka ákveðna áhættu á að fá þá ekki til baka. Fjöldi einstaklinga lánaði peningana sína fyrir milligöngu bankanna, með því að leggja þá inn í peningamarkaðssjóðina. Vissulega trúðu allir því að áhættan yrði engin - en það reyndist bara tálsýn. Áhættan var raunveruleg og núna hefur verið sagt frá því að fólk fái kannski 60-70% peninganna til baka.
Fólk tók mismikla áhættu með lánum sínum til bankanna (innlánin) og þar liggur hundurinn grafinn. Er þetta eitthvað svo flókið?
Leifur H, 28.10.2008 kl. 16:58
Þetta er auðvitað grunnreglan að því meiri sem áhættan er því hærri geta vextirnir orðið.
En í raun er þetta aukaatriði í málinu. Málið snýst um hvernig t.d. Landsbankinn hringdi í
fólk eins og mig og hvatti okkur til að færa spariféð okkar af "öruggum" reikningum inn í
þessa sjóði. ÞAÐ VAR ALDREI TALAÐ UM AÐ ÞAÐ VÆRI NOKKUR ÁHÆTTA ÖNNUR EN SÚ
AÐ VEXTIRNIR GÆTU JÚ LÆKKAÐ. Þar sem að um var að ræða allt okkar sparifé, hefði það
aldrei hvarflað að okkur að setja féð okkar þarna inn ef við hefðum fengið að vita að væri
EKKI TRYGGT eins og annað sparifé. ÞARNA VAR VERIÐ AÐ BLEKKJA FÓLK.
Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 28.10.2008 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.