28.10.2008 | 11:26
Varla undir 20 milljörðum - eða hvað
Þesi Sterling saga er mögnuð. Menn seldu félagið hver öðrum á sífellt hækkandi verði og síðast fór það á 20 milljarða króna. Samt hefur víst lítið verið um hagnað, þótt Pálmi Haraldsson aðaleigandi Sterling hafa stöðugt verið að spá honum.
En varla mun hann selja Sterling fyrir minna en 20 milljarða, eða hvað? Varla fer þessi klári bísnissmaður að selja með tapi? En reyndar skilur maður ekki hvers vegna Pálmi er að selja. Nýlega voru fréttir af því að hann hefði selt Jóni Ásgeiri félaga sínum í Baugi öll hlutabréf í fyrirtækjum í Bretlandi og sjálfur sagðist hann hafa sett Íslandsmet í gróða við þá sölu, hefði fengið 77 milljarða króna út úr því. Og hann sagðist ætla að einbeita sér að flugrekstrinum í Sterling. Sú einbeiting dugði nú ekki lengi.
En kannski ætti maður ekki að vera með nein leiðindi út í þetta. Líklegast er auðvitað að Pálmi sé að selja Sterling til að geta komið með peningana heim til Íslands til að bjarga efnahagslífinu. Nema kannski að hann sjái kauptækifæri í íslenskum fyrirtækjum og húseignum á brunaútsölu eftir að hann og útrásarvíkingarnir komu þjóðinni á heljarþröm.
Tvö tilboð í Sterling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert væntanlega að tala um meðgjöf...
Sigurður Ingi Jónsson, 28.10.2008 kl. 11:31
Þú segir nokk - ég hafði bara ekki ímyndunarafl í að hugsa þetta á þann veginn. Jahá, þú meinar að Pálmi þurfi kannski að borga 20 milljarða með Sterling til að losna við það? Þá held ég að það væri kominn tími á annað svona Youtube myndband um söluna á Sterling.
Leifur H, 28.10.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.