Fánabrennur eru skaðlegar

Mótmælendur brenndu fána við Ráðherrabústaðinn í gær og komust í alþjóðlegar sjónvarpsstöðvar fyrir vikið. Þetta er ekta fínt fréttaefni fyrir sjónvarp.

En myndin sem þetta skapar af Íslandi er stórhættuleg. Hún skapar þá hugmynd erlendis að hér séu óeirðir og allt í rúst. Ferðamenn vilja ekki fara þangað sem slíkt ástand ríkir. Þó að við hér heima vitum að þetta var bara staðbundin athöfn í miðbænum, þá skila þær upplýsingar sér ekki til útlanda.

Þeir sem brenndu fánann töldu sig vafalítið vera að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri varðandi fjármálakreppuna. En í leiðinni sköpuðu þeir stórskaðlega mynd af landinu. Nógu slæmt álit hefur Ísland erlendis þó þetta bætist ekki við.

Látum í okkur heyra, en horfum á hugsanlega afleiðingar af svona táknrænum aðgerðum. Annars heldur umheimurinn að hér sé skríll farinn að taka völdin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landsbankinn brenndi ofan af Íslendingum og eftir það þarf að hafa takmarkaðar áhyggjur af því þótt einhverjir krakkar brenni fána þessa banka.

Hilda (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:33

2 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er  ekki þjóðfána.
Gott að það fréttist í útlöndum að hér búi líka fórnarlömb græðginnar.

Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Leifur H

Það skiptir engu hverju var verið að mótmæla eða hvaða fáni var brenndur. Í sjónvarpsfréttum eru fánabrennur alltaf tengdar við upplausn, óeirðir, stjórnleysi og þar fram eftir götunum. Þó að mótmælin séu réttmæt, þá er þessi aðferð hættuleg, vegna þess að hún skapar allt aðra mynd af ástandinu heldur en það raunverulega er.

Hugsið bara sjálf um erlendar sjónvarpsfréttir þar sem múgur kemur saman til að brenna fána og láta ófriðlega. Dettur ykkur í hug í beinu framhaldi að panta ykkur helgarferð til viðkomandi lands?

Leifur H, 26.10.2008 kl. 13:54

4 identicon

Maður að brenna fána er afleiðing óstjórnar og ráðamanna sem axla ekki ábyrgð

Hann Getur ekki gert hlutina verri en sá skríll sem hefur stjórnað hingað til sem við köllum ráðamenn

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 14:11

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mér hefur þótt það einkennilegt að "logo" gjaldþrota banka skuli enn verið notuð af nýju bönkunum.

Það er varla hægt að átta sig á hvernig stjórninni er háttað í landinu þessa stundina og verður ekki að hafa það þó að ímyndin út á við beri hnekki meðan íslenskur "logo brennu" skríll reynir að fá svör frá stjónmálamönnum.

Magnús Sigurðsson, 26.10.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband