Sama og Þorvaldur Gylfason hefur verið að benda á

Þorvaldur Gylfason prófessor hefur margsinnis bent á þetta sama og Björgólfur, en var lengst af úthrópaður fyrir neikvæðni. Núna er fólk að átta sig á að að lánafyllerí þjóðarinnar var ekki í boði bankanna, heldur Seðlabankans - og auðvitað ríkisstjórnarinnar líka. Bankarnir störfuðu bara í því umhverfi sem þeim var skapað, semsé gríðarlegt innstreymi af erlendum gjaldeyri vegna þess hvað Seðlabankinn var með háa stýrivexti.

Vissulega mætti segja við Björgólf líkt og aðra bankamenn, að þeir hefðu ekki átt að nýta sér þetta tækifæri sem stýrivaxtastefna Seðlabankans bauð upp á. En hvað átti banki að gera sem réði yfir ógrynni af evrum og dollurum á lágum vöxtum? Setja undir koddann?

Afleiðingin varð auðvitað sú að háir stýrivextir Seðlabankans höfðu engin áhrif á verðbólguna, vegna þess hvað mikið var í umferð af erlendu lánsfé á lágum vöxtum (og gleymum ekki lágvaxtalánum ríkis-Íbúðalánasjóðs).

Líkleg niðurstaða hvítbókar um bankakreppuna hér á landi verður sú að vissulega hafi bankarnir tekið of mikla áhættu í útþenslu sinni, en gríðarlega skuldasöfnun íslensku þjóðarinnar megi fyrst og fremst skrifa á geðveikislega tilraun Seðlabankans til að halda verðbólgu í skefjum, en stuðla að því á sama tíma að dæla peningum á lágum vöxtum inn í þjóðfélagið.

 


mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tori

Ef þú veist að þú átt ekki að haga þér á einhvern hátt, er það þá í lagi ef einhverjum öðrum yfirsést, að þú hagir þér eins og kjáni og kennir hinum um.ÞETTA ER ÓAFSAKANLEGT!

Tori, 25.10.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Leifur H

Tori

Það voru bara allir í þessum skít - Seðlabankinn mótaði stefnuna og svo dönsuðu allir bankarnir með. Sá banki sem ekki notfærði sér ástandið var að gefa út sitt eigið dánarvottorð - og auðvitað hefði verið best fyrir okkur Íslendinga að þeir hefðu gert það allir sem einn. En vitanlega hefði aldrei náðst samastaða um það og þess vegna fóru þeir allir í sama farið. En höfum í huga að hljómsveitarstjórinn á þessu karnivali var Seðlabankastjórinn.

Leifur H, 25.10.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband