16.12.2008 | 12:38
Hver var það sem grátbað Reyni?
Reynir Traustason hefur staðfest að Björgólfur Guðmundsson hafi hvergi komið nálægt því að krefjast þess að fréttin um Sigurjón Þ. Árnason yrði ekki birt.
Eftir stendur að Reynir segir að valdamiklir aðilar hafi nánast grátbeðið um að þessi frétt yrði ekki birt. Nú stendur upp á Reyni að upplýsa hverjir þessir aðilar eru, sem stóðu skælandi á tröppunum hjá honum - og sem Reynir óttaðist svo mjög að hann fór að tilmælum þeirra.
Hver einasti fjölmiðill landsins ætti að ganga hart að ritstjóra DV og krefja hann sagna um hver eða hverjir hafi svo mikil ítök í ritstjórn DV að þeir geti stýrt fréttaskrifum þar. Þó þeir séu hvorki blaðamenn né ritstjórar.
Og svo ætti Reynir að sjálfsögðu að biðja Jón Bjarka Magnússon blaðamanna afsökunar á þeim subbuskap sem hann hefur sýnt honum.
![]() |
Breyttur leiðari DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.