2.12.2008 | 13:52
Vigdís er illa mælt á ensku
Ég sá frétt á BBC News í gærkvöldi, þar sem rætt var við Vigdísi Finnbogadóttur um ástandið hér á landi í fjármálakreppunni. Það kom mér á óvart hvað hún var illa mælt á ensku, miðað við hina löngu reynslu hennar af samskiptum erlendis. Hún komst klaufalega að orði, vantaði orð og rak í vörðurnar. Framburðurinn bar ekki vitni um að hún hafi oft þurft að tala ensku. Það var í raun pínlegt að hlusta á hana, þótt meiningin í því sem hún var að reyna að segja væri svosem allt í lagi.
Í þessu tilfelli hefði verið betra fyrir Vigdísi að tala bara íslensku og láta túlka orð sín í viðtalinu.
„ Særandi að vera sakaður um glannalegar athafnir “ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja, þú ert nú ekki vel MÆLANDi á íslensku!
Sigrún J. (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 14:08
Sá að vísu ekki þessa frétt en tek orð þín fyrir það. Þetta hef ég oft hugsað þegar ég hef séð íslendinga t.d. stjórnmálamenn og embættismenn. tala ensku á erlendri grundu. Stundum pínlegt að hlusta á. Ef einhver íslendingur er stoltur þá er það Vigdís Finnbogadóttir. Sé hana ekki viðurkenna að hún kunni ekki ensku. Hefði kannski verið betra að tala viðtalið á frönsku?
Hafðu það gott.
Anna Guðný , 2.12.2008 kl. 15:04
Hún hefði bara átt að tala frönsku til að stríða tjalanum hann er við kvæmur fyrir því
ADOLF (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.