19.11.2008 | 15:37
Eins og kettir kringum heitan graut
Hvaða vingulsháttur er þetta hjá Samfylkingunni í kringum þá einföldu athöfn að reka aðalbankastjóra Seðlabankans? Á virkilega að leggja í margra vikna vinnu við að semja framvarp um að renna Fjármálaeftirlitinu inn í Seðlabankann, til þess eins að geta auglýst stöðu Seðlabankastjóra á nýjan leik og þannig losnað við Davíð?
En alveg er þetta dæmigerður hugsunarháttur fólks sem hefur runnið beinustu leið inn í umhverfi embætismannakerfisins. Það er aldrei hægt að ganga hreint til verks, heldur þarf að fara einhverjar Krísuvíkurleiðir.
Ákvörðun tekin fljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig væri að leysa menn undan þagnarskyldu? Áður enn meiri skaði er skeður. Byggir traust ekki á trúnaði. Heimurinn fylgist með þessari áhugamennsku.
Júlíus Björnsson, 19.11.2008 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.