18.11.2008 | 14:47
Geir, hringdu í Brown og fáðu upplýsingar
Geir Haarde segist í þessu Moggaviðtali ekki vita hvað Davíð Odsson eigi við þegar hann talar um að sitthvað eigi eftir að koma nýtt í ljós hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga í Bretlandi.
Það er auðvitað mjög skrítið, því maður hélt að þeir Geir og Davíð töluðu saman tvisvar á dag um ástandið. Er Davíð að halda þessu leyndu fyrir Geir?
En Geir getur líka tekið upp símann og hringt í starfsbróður sinn Gordon Brown. Ég sá nefnilega einhvers staðar eftirfarandi bloggað um málið:
Gordon Brown sagði (á blaðamannafundi) að tvær ástæður væru fyrir beitingu hryðjuverkalaganna, annars vegar sú staðreynd að Íslendingar ætluðu ekki að standa við skuldbindingar sínar (um að vernda innistæður í bönkum jafnt eftir þjóðerni) og hins vegar að miklir fjármagnsflutningar hefðu átt sér stað FRÁ Englandi til Íslands dagana á undan. Brown sagði að Bretar vildu fá þá peninga aftur.
Ég get mér til að Davíð hafi verið að tjá sig um þetta síðarnefnda. Ég get mér líka til að það útskýri hvers vegna breska stjórnin tók ekki bara Landsbankann í karphúsið, heldur líka Kaupþing. En eins og allir muna þóttust Kaupþingsmenn í góðum málum fram að þessu - og kom þeim mikið á óvart hvað Bretar beittu sér harkalega gegn þeim.
Já sæll!!! Úr því að breski forsætisráðherrann hefur sagt þetta, hvers vegna hefur enginn íslenskur fjölmiðill verið að tala um það og hvers vegna hefur íslenski forsætisráðherrann enga hugmynd um málið?
Ábyrgðin liggur hjá bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.