Bretarnir eru búnir að rústa eignum Landsbankans

Nú horfa flestir á þann möguleika að eignir Landsbankans hrökkvi fyrir Icesave. En það er ljóst að Bretar eru nú þegar búnir að rýra þær eignir verulega, því þær hafa verið frystar í mánuð.

Bretar geta ekki gert kröfu um að Íslendingar bæti þeim Icesave innlánin, þegar þeir á sama tíma hafa rústað töluverðu af þeim eignum sem gætu komið þar á móti. Það þarf að draga þetta tjón frá uppgjörinu áður en farið verður að selja eignirnar. Hugsanlega er tjónið sem Bretar hafa valdið á eignum Landsbankans orðið það sama og innlánin voru á Icesave reikningana.

Gleymum ekki að aðgerðir Breta gegn Landsbankanum og Icesave voru ekki til að verja sparifjáreigendur í Bretlandi, heldur til að Gordon Brown gæti sýnt pólitískan töffaraskap.


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bretar hafa ekki rústað neinu. Það er okkar eigin ríkisstjórn og aðgerðarleysi þeirra sem kom okkur í þessa stöðu. Ef eftirlitsstofnanir og þeir sem eiga að standa vörð hefðu gripið í tauminn þegar ljóst var að ábyrgðin var sú sem hún var þá værum við ekki í þessari stöðu. Breska frjármálaeftirlitið mælti með því að færa Icesave yfir á breska ríkið, en íslenskir ráðamenn hunsuðu það. Hvað áttu Bretar að gera? Bíða? Hversu lengi? Þeir voru búnir að vera að ýta á eftir aðgerðum síðan í mars.

Hættum að benda í aðrar áttir. Ábyrgðin er á þessari eyju. Nánar tiltekið á Alþingi og í Seðlabanka Íslands.  

linda (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband