Guðlaugur Þór er maður framkvæmdanna

Það er með ólíkindum hvað Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kemur miklu í verk. Hann er búinn að ná ótrúlega góðum árangri við að lækka lyfjaverð, þótt auðvitað vinni gengið þar á móti. En það er eins og Guðlaugur hafi komið inn í heilbrigðisráðuneytið með því hugarfari að þar væru engar heilagar kýr. Samt  hefur verið meiri friður um heilbrigðismálin í hans tíð heldur en hjá nánast öllum heilbrigðisráðherrum síðustu áratuga.

Það hafa ekki verið mörg tilefni til að hæla ráðherrum að undanförnu, en svo sannarlega er hér tilefni til þess.


mbl.is Póstverslun með lyf heimiluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband