7.11.2008 | 11:20
Guðlaugur Þór er maður framkvæmdanna
Það er með ólíkindum hvað Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kemur miklu í verk. Hann er búinn að ná ótrúlega góðum árangri við að lækka lyfjaverð, þótt auðvitað vinni gengið þar á móti. En það er eins og Guðlaugur hafi komið inn í heilbrigðisráðuneytið með því hugarfari að þar væru engar heilagar kýr. Samt hefur verið meiri friður um heilbrigðismálin í hans tíð heldur en hjá nánast öllum heilbrigðisráðherrum síðustu áratuga.
Það hafa ekki verið mörg tilefni til að hæla ráðherrum að undanförnu, en svo sannarlega er hér tilefni til þess.
![]() |
Póstverslun með lyf heimiluð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.