6.11.2008 | 23:56
Víst er þetta vandamál stjórnvalda
Mér finnst ansi billegt hjá forsætisráðherra að klifa stöðugt á því að Icesave deila Breta og Íslendinga sé einhverju einkafyrirtæki að kenna. Ef það væri rétt, þá væru Bretar ekkert að deila við íslensk stjórnvöld. Þá væru þeir að berja á íslenska fyrirtækinu.
En staðreynd málsins er önnur. Bresk stjórnvöld eru að berja á íslenskum stjórnvöldum út af Icesave, vegna þess að íslensk stjórnvöld báru ábyrgð á íslenska bankakerfinu. Hvers vegna í ósköpunum ætti Geir Haarde annars að vera að standa í milliríkjadeilu við Breta?
Hvers vegna hendir hann ekki bara Bretunum út og segir þeim að tala við einkafyrirtækið? Hann getur það ekki, vegna þess að bankakerfi Íslands er á hans ábyrgð. Það voru íslensk stjórnvöld sem létu reika á reiðanum í bankamálunum. Þess vegna eru Bretar svona fjandi erfiðir og skyldi engan furða.
Við hættum frekar við lánið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þó það sé djöfullegt að þurfa að viðurkenna það er þetta sennilega rétt hjá þér.
Þetta hjá Geir eru bara övæntingarfull viðbrögð sem ég reikna með að stafi af því að búið sé að klúðra þessu IMF máli og nú á að reyna að bjarga eigin skinni heimafyrir, ef ekki er þetta glæpsamlega kjánaleg yfirlýsing.
Geir sagði jú sjálfur í Iðnó að við myndum borga lámarkið samkv. EES dírektívinu, það er á hreinu og allir muna það, bæði hér og í UK. Ég spyr hva' hefur svosem breyst?
Sævar Finnbogason, 7.11.2008 kl. 01:15
En strákar mínir, er það ekki örvæntingin sem stýrir Bretunum enn frekar?
Sigrún (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.