4.11.2008 | 12:03
Ekki það eina grunsamlega við Kaupþing
Stjórnvöld hafa staðið óeðlilega mikinn vörð um Kaupþing og Kaupþingsmenn í hremmingunum undanfarið.
Kaupþing var eini bankinn sem Seðlabankinn lánaði peninga til að lifa nokkra daga í viðbót. Þann tíma notuðu stjórnendur bankans augsýnilega til að tryggja sig og sína fyrir skakkaföllum eins og frægt er orðið. Svo var ríkisvaldið í vinsamlegum viðræðum við fyrrum stjórnendur bankans og lífeyrissjóðina að kaupa hann aftur á brunaútsölu.
Stóra spurningin sem margir velta fyrir sér núna er hvort það hafi verið Kaupþing sem breski forsætisráðherrann var að meina, þegar hann sagði að Íslendingar hafi verið að flytja fjármuni úr dótturfélögum í Bretlandi til Íslands í stórum stíl rétt fyrir bankahrunið. Að það hafi verið sú aðgerð sem leiddi til þess að við vorum stimpluð hryðjuverkamenn - og erum það enn. Hvers vegna skyldi breska ríkisstjórnin annars hafa séð ástæðu til að hertaka dótturfélag Kaupþings í Bretlandi?
Hér er eitthvað verulega gruggugt á ferðinni og löngu tímabært að íslensk stjórnvöld segi sannleikann.
Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gjaldþrota starfsmenn ?
Ef skuldirnar hafa ekki verið felldar niður eru þá ekki þessir starfsmenn gjaldþrota og geta þeir þá starfað í bankanum ?
Það er örugglega ekki allt komið í ljós enn.
Gunnar (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.