Og neyðarlögin voru samin í sumar

Maður er gapandi hissa alla daga yfir því hvernig ráðamenn þessa lands hafa unnið í fjármálakreppunni. Nú kemur í ljós að Geir Haarde ræddi þessi mál við Gordon Brown í apríl. En hann virðist svo ekkert hafa gert í framhaldinu annað en setja af stað vinnu við að semja neyðarlögin, sem sett voru á Alþingi nú í byrjun október.

Það hefur farið undarlega lítið fyrir þeirri frétt sem virtist á visir.is að Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, staðfesti í síðustu viku að í sumar hafi neyðarlögin verið samin. Jón Þór segir við vísi að menn hafi viljað hafa vaðið fyrir neðan sig.

Bíddu nú við, ef stjórnvöld voru jafnvel svona svartsýn síðastlðið sumar, að bankarnir gætu farið á hvolf, hvers vegna var ekkert unnið í því að afstýra að svo færi?

Hér er fréttin sem birtist á visir.is, og hér er hlekkurinn á hana

Drög að neyðarlögunum voru lögð í sumar

mynd
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.

Drög að neyðarlögunum sem samþykkt voru á Alþingi þann sjötta október síðastliðinn og gerðu Fjármálaeftirlitinu kleift að taka yfir rekstur bankanna voru saminn mánuðum áður en lögin voru lögð fyrir Alþingi. Vísir hefur heimildir fyrir því að stór hluti vinnunar hafi farið fram í sumar og var hún unnin af starfsmönnum viðskiptaráðuneytisins.


Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, segir að allskyns viðbragðsvinna hafi verið í gangi á vegum stjórnvalda. „Það var því til grunnur að svona frumvarpi sem svona viðbragðsáætlun," segir hann en segist ekki vera með nákvæmar tímasetningar á því hvenær sú vinna hófst.

„Ýmsar viðbragðsáætlanir voru í handraðanum sem komu sér vel þegar menn stóðu frammi fyrir þessum afarkostum," segir Jón Þór.

 


mbl.is Geir aðvaraði Brown í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir vissu í hvað stefndi!

Hver er ábyrgð manna?

Hverjir þurftu tíma til að koma sínu á þurrt?

Er undarlegt þó það taki taki tíma að fá lán erlendis meðan sömu menn eru í brúnni?

Elítan er rúin trausti!

Púntur

Eggert H. Kjartansson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: H G

Já, Eggert!   Svokölluð "Elíta" á yfleitt lítið traust skilið. "Nytsamir sakleysingjar" greiða henni þó heilshugar atkvæði - þar til þeir brenna sig!

H G, 1.11.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband