Þetta minnir bara á methagnað Pálma Haraldssonar

Uss, hlutfallslega eru þetta bara smápeningar sem Exxon hefur grætt, miðað við Íslandsmetið sem Pálmi Haraldsson sagðist hafa sett um miðjan ágúst síðastliðinn.

Þá seldi hann þriðjungshlut sinn í verslunarkeðjunni Iceland í Bretlandi, svo og hluti í nokkrum öðrum ábatasömum breskum fyrirtækjum. Hann sagðist hafa hagnast um 77 milljarða króna á sölunni, sem líklega væri Íslandsmet í gróða í einum viðskiptum. Hann fékk greitt í peningum að sjálfsögðu, en einnig fékk hann um þriðjungshlut í Northern Travel Holding og átti það þar með 100% ásamt félaga sínum Jóhannesi Kristinssyni. En Northern Travel Holding er eignarhaldsfélag Sterling sáluga, sem varð gjaldþrota í gær.

Þessi mesti hagnaður Íslandssögunnar hjá Pálma var að nokkru lagður í að fjármagna Sterling, en augsýnilega vildi hann ekki lengur ausa peningum í þá botnlausu hít og þarmeð fór flugfélagið á hausinn. En vonandi heldur Pálmi einhverju eftir af 77 milljarða methagnaðinum, þannig að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af fjárhagslegri stöðu hans.

Verst samt að hann var búinn að "eyða" svo miklum peningum í að kaupa Sterling fram og til baka af sjálfum sér og Hannesi Smárasyni til skiptis. Vonandi hafa þeir ekki tapast líka. En ef hann finnur þá ekki í vinstri vasanum, þá er líklegt að þeir séu í hægri vasanum. Annaðhvort á honum eða Hannesi félaga sínum.


mbl.is Mesti hagnaður sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta verslunarplott nokkurra einstaklinga, með ekki einusinnni peninga í vasanum heldur pappírssnepla, eitthvað betra en sambandið (SÍS)

Ég sé ekki muninn á skít og skít.

Bara eitthvað Jón Baldvins Hannibals-frelsi núna, sem gerir næstu 3-4 kynslóðum Íslendinga að þrælum fyrir skuldum sínum.

Frábærir Útrásar víkingar þetta! Ha?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband