Kjaftæði, hér var allt í góðu lagi fyrir 5 árum

Við munum ekki bakka um 5 ár, heldur 25 hvað varðar lífskjör þjóðarinnar.

Það getum við þakkað því að skömmu eftir einkavæðingu bankanna hætti ríkisstjórnin og Seðlabankinn að bera ábyrgð á fjármálaheiminum.  Taumurinn var gefinn laus og bindiskylda bankanna lækkuð. Þeir fóru af stað eins og kýr á vordegi og kunnu sér ekki hóf í útrásinni. Allan tímann horfðu stjórnvöld á þróunina og eina ráð þeirra var að hækka stýrivextina. Þá fór erlendur gjaldeyrir að streyma til landsins til að nýta vaxtamuninn og þessir peningar leituðu út til almennings sem ódýrt lánsfé. 

Geir Haarde ber gríðarþunga ábyrgð, vegna þess að hann var fjármálaráðherrann sem slakaði á öllu eftirliti með bönkunum. Síðan varð hann forsætisráðherra sem stóð við bakið á þeim og varði þá háskalegu stefnu sem fjármálakerfið tók. Ásamt forsetanum og Seðlbankastjórunum.

Við vorum í góðum málum fyrir 5 árum. Það sem blasir við núna er frekar í ætt við ástandið fyrir 25 árum - ef ekki fyrr. Nema að þá skulduðu fæstir nokkuð, vegna þess hvað erfitt var að fá lán.


mbl.is Geir sagður óttast fimm ára bakslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband