Lögleysa leysir ekkert

Í heiftúðugri umræðu síðustu daga hefur oft verið talað um að frysta eignir manna sem taldir eru eiga sök á fjármálakreppunni, setja þá í fangelsi eða jafnvel gera þá útlæga. Meira að segja hefur verið búinn til listi yfir helstu sökudólgana.

Vonandi er þessi umræða bara til að fá útrás. Vonandi er enginn í raun og veru að láta sér detta í hug að brjóta lögin. Vissulega hafa margir orðið fyrir tjóni - og höfðu þó ekkert gert af sér til að verðskulda það. En hvernig sem við upplifum þá kreppu sem nú gengur yfir þjóðina, þá er ekkert unnið með því að láta sér detta í hug að taka lögin í eigin hendur.

Hins vegar er afar mikilvægt að rannsókn fari fram á tildrögum kreppunnar og sjálfsagt að draga menn til sakar sem til þess hafa unnið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband