Og þessa menn vildi Davíð í þjóðstjórn

Blessunarlega hefur lítið heyrst í forystumönnum stjórnarandstöðuflokkanna að undanförnu.  Það hefur bara verið of mikið að gera við að sinna alvörumálum. En nú blaðra þeir þvílíka steypu í þinginu að manni verður flökurt. Þessa menn vildi Seðlabankastjóri fá í þjóðstjórn. Þá fyrst væri þjóðin farin á kúpuna ef þeir hefðu fengið að hafa einhver áhrif.

Það versta er að í einstaka tilfellum geta þeir haft rétt fyrir sér. En þeir hafa í flestum tilfellum rangt fyrir sér, vita ekki baun um efnahagsmál og tala bara til að afla sér tímabundinna vinsælda. Nýta sér þá slæmu stöðu sem þjóðarbúið stendur frammi fyrir.

Langverst er þó að ríkisstjórnarflokkarnir, núverandi og fyrrverandi, eru búnir að stjórna peningamálum svo illa að það er allt í rjúkandi rúst eftir þá. Það er semsagt afar vondur kostur að hafa þá og jafn vondur kostur að fá núverandi stjórnarandstöðu.

Er ekki hægt að bjóða ríkisstjórn landsins út á alþjóðamarkaði? Eða kannski gera eins og bandaríski hagfræðingurinn benti á, að velja ríkisstjórnina af handahófi úr símaskránni.


mbl.is Mótmæla vaxtahækkun Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Já... það er ekki hægt að sjá í fljótu bragði hvort eitthvað mæli á móti því við núverandi aðstæður að velja næstu ríkisstjórn af handahófi úr símaskránni enda er Það að verða nokkuð ljóst að gamla fjórflokkakerfið er ekki að virka sem skyldi til hagsbóta fyrir almenning. Mér finnst kominn tími á að skoða að hætta þessu flokkabulli, stækka sjóndeildarhringinn og fara að velja úr þá menn sem eru hæfir í eitthvað meira en innantómt blaður hvort sem þeir hafa talist hægri eða vinstrisinnaðir. Erum við ekki annars öll í sama liðinu... eða hvað?

Björgvin Kristinsson, 29.10.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband