Seðlabankastjórinn ber ábyrgðina alfarið

Það er komin glögg mynd á þetta: - Landsbankanum bauðst að færa ábyrgðina af Icesave alfarið til Bretlands gegn því að borga 35-40 milljarða króna. Vitaskuld átti bankinn þessa peninga ekki handbæra og leitaði því til Seðlabankans eftir láni, gegn traustum veðum fyrir margfaldri þessari upphæð. Landsbankamenn höfðu góð orð um þetta við Bretana, enda töldu þeir ljóst að Seðlabankinn sæi kosti þess að koma ábyrgðinni yfir á breska fjármálakerfið.

En nei, Davíð Oddsson var búinn að koma einum banka á kaldan klaka og munaði ekki um einn til. Hann lagðist gegn þessu láni og þar með fór eins og fór - Íslendingar fengu á sig stimpil hryðjuverkamanna og breska stjórnin felldi Kaupþing í leiðinni. Í staðinn fyrir að lána Landsbankanum 35-40 milljarða, þá situr íslenska þjóðin uppi með ábyrgð á 600 milljarða króna innlánatapi í Icesave.

Alistair Darling gerði það eina rétta - honum hafði verið sagt áður að þessum ábyrgðum yrði bjargað, en svo upplýsti Árni Mathiesen hann um að svo yrði ekki.

Allt í boði Davíðs.


mbl.is „Var ekki í nokkrum vafa eftir samtalið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Málið var bara að það þurfti að afhenda þetta í erlendum gjaldmiðli, og hann átti SÍ einfaldlega ekki til. Eins og fram kom í fréttum í gær þá er Seðlabankinn í raun gjaldþrota, hann getur hinsvegar sett krónur í umferð eins og ekkert sé en það eru bara gúmmítékkar núna. Spurning hvort það ætti ekki bara að senda skilanefnd niður að Arnarhóli og taka hræið yfir???

Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband