26.10.2008 | 18:03
Kreppan er í tveimur pörtum
Vandræði íslenskra banka í útlöndum koma okkur venjulegu fólki ekki mikið við. Sá hluti fjármálakreppunnar er ekkert sem brennur beint á okkur, þó afleiðingarnar hafi vissulega mikil áhrif.
Sú kreppa sem hrjáir okkur hér heima hefur minnst með útrásina miklu að gera. Hún er miklu frekar því að kenna að Seðlabankinn stuðlaði að því að hingað streymdi erlendur gjaldeyrir á mjög lágu gengi (þ.e. krónan var sterk). Við tókum þessa peninga að láni og skuldsettum okkur upp í rjáfur. Svo þegar útlendu peningarnir koma ekki lengur vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar, þá fer allt þjóðfélagið í stopp.
Þessi partur kreppunnar er ekki að kenna Björgólfum eða Hannesi Smárasyni eða Bjarna Ármannssyni, heldur íslenskum stjórnvöldum, aðallega þó Seðlabankastjórunum. Þeir höguðu sér eins og fífl, voru annars vegar með háa stýrivexti til að halda niðri verðbólgunni en hins vegar flæddi hér allt í ódýru erlendu lánsfé, vegna þess hvað stýrivextirnir voru háir. Afleiðingin varð auðvitað sú að verðbólgan hélt sínu striki og almenningur og atvinnulíf nærðust á lánspeningum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.