Má ekki stoppa gjaldeyrisflóttann?

Sagt er að hækka þurfi stýrivexti eftir að við fáum gjaldeyrislánið frá IMF, til að koma í veg fyrir að þessi gjaldeyrir streymi bara út úr landinu.

Er ekki ljóst að gjaldeyrir streymir út úr landinu með einum hætti: - að fjármálastofnanir kaupi gjaldeyrinn og færi hann yfir í erlenda banka (eða á innlenda gjaldeyrisreikninga), ýmist í eigin þágu eða fyrir viðskiptavini sína sem eiga einhvern pening eftir.

Kannski er ég ekki nógu mikill kapítalisti í mér, en er ekki hægt að stoppa slíkt útflæði með handafli, líkt og Seðlabankinn hefur verið að gera undanfarnar vikur? Úr því að Seðlabankinn treystir sér til að ákveða hvort kaupa megi gjaldeyri til að flytja inn hjólbarða eða ekki, þá hlýtur að vera lítið mál að setja stopp á spákaupmennsku. Ef Seðlabankinn heimilar eingöngu gjaldeyrisviðskipti til að flytja inn vörur og þjónustu og að borga skuldir, þarf þá að hafa áhyggjur af öðru?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband