Færsluflokkur: Bloggar
24.10.2008 | 17:20
Liggja peningarnir bara í skúffunni?
200 milljarðar dala til reiðu hjá IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2008 | 15:20
Vit í þessu hjá Bretunum
Bretar selja eignir Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2008 | 12:13
Seðlabankastjórinn sagði það
Nú er búið að birta afrit af samtali fjármálaráðherranna Árna Mathiesen og Alistair Darling. Þar kemur skýrt fram að Darling gat vart hafa skilið Árna þannig að Íslendingar (þ.e. Landsbankinn í Bretlandi) ætluðu ekki að standa við skuldbindingar sínar gagnvart breskum eigendum innistæðna í Icesave. Þar með berast böndin bara að einum manni, Seðlabankastjóra.
Samtal Árna og Alistair átti sér stað um miðjan dag þriðjudaginn 7. október, en að kvöldi þess dags sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri að Íslendingar ætluðu ekki að borga þessar skuldir óreiðumanna erlendis. Daginn eftir varð allt brjálað í Bretlandi og íslenskar eignir settar í frost og við beitt hryðjuverkalögum.
Fjármálaráðuneytið í Bretlandi stendur fast við að yfirlýsingar íslenskra ráðamanna hafi verið skýrar um að Íslendingar mundu ekki standa við skuldbindingar sínar. Sá eini sem sagði slíkt var Seðlabankastjórinn.
Vissulega fóru útrásarvíkingarnir fram úr sér. En sá sem átti að gæta þess gerði það ekki og bætti svo gráu ofan á svart með svo svakalegum yfirlýsingum að Bretar felldu restina af bankakerfinu. Það eru margir sekir í þessum málum, en alveg deginum ljósara að þar fer Davíð Oddsson fremstur meðal jafningja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 23:21
Er stór munur á bönkunum og útgerðarmanninum?
Maður er að velta fyrir sér hversu illa bankarnir stóðu í raun og veru, því það er alltaf verið að halda því fram að bankahrunið sé þeim sjálfum að kenna. Vissulega voru þeir orðnir rosalega stórir, en engu að síður voru þeir með meiri eignir en skuldir. Það dugði Fjármálaeftirlitinu. En svo kom alþjóðlega lánsfjárkreppan og þar með hætti bankamódelið að virka. Það gat ekki fengið fjármagn til að halda sér gangandi.
Ef útgerðarmaður kaupir fiskiskip til að gera út á fiskistofn, en svo hverfur fiskurinn allt í einu, er þá hægt að saka útgerðarmanninn um að hafa gert mistök? Voru bankarnir ekki bara í svipaðri stöðu og þessi útgerðarmaður - þeir gerðu út á ákveðin "fiskimið" sem síðan brugðust.
Auðvelt er að segja að bankarnir hefðu aldrei átt að taka þessa miklu áhættu. En voru þeir ekki að mörgu leyti í sömu stöðu og útgerðarmaðurinn?
Mismunurinn hér er auðvitað sá að þótt útgerðarmaðurinn fari á hausinn, þá hefur það ekki áhrif á alla þjóðina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2008 | 16:58
Stjórnkerfið sem brást
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)