Færsluflokkur: Bloggar
16.11.2008 | 17:37
Ruglið byrjaði með 90% lánaloforðum Framsóknarmanna
Framsóknarmenn ættu að tala varlega. Þeir eiga þann vafasama heiður að hafa kveikt neistann sem varð að því efnahagsbáli sem þjóðin glímir við.
Fyrir alþingiskosningarnar 2003 var helsta kosningaloforð Framsóknarflokksins að lofa 90% íbúðalánum. Þeir komust í ríkisstjórn og Íbúðalánasjóður var settur í að standa við kosningaloforðið. Framboð lána jókst verulega og þar með byrjaði húsnæðisverð að hækka - einföld hagfræði. Bankarnir fóru að blanda sér í leikinn, enda eru húsnæðislán afar örugg. Hækkandi húsnæðisverð jók verðbólguna og þá hækkaði Seðlabankinn stýrivexti. Hærri stýrivextir leiddu til útgáfu á jöklabréfum í milljarðavís og þá varð enn meira framboð á ódýrum lánum.
Ábyrgð Framsóknarflokksins er sú að hafa með kosningaloforðum sínum riðlað því jafnvægi sem var á lánamarkaðnum, þannig að húsnæðisverð rauk upp úr öllu valdi. Eftir situr fólk sem keypti sér eignir á uppsprengdu verði, ýmist á innlendum eða erlendum lánum.
Í pólitísku uppgjöri efnahagsástandsins skyldi enginn gleyma upphafinu, sem var í boði Framsóknarflokksins.
Framsókn: Ríkisstjórnin hvetur til viðskiptalegs siðrofs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2008 | 13:10
Muna að draga frá skaðann sem Bretar hafa valdið
Icesave skuldin 640 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2008 | 22:16
Bretarnir eru búnir að rústa eignum Landsbankans
Nú horfa flestir á þann möguleika að eignir Landsbankans hrökkvi fyrir Icesave. En það er ljóst að Bretar eru nú þegar búnir að rýra þær eignir verulega, því þær hafa verið frystar í mánuð.
Bretar geta ekki gert kröfu um að Íslendingar bæti þeim Icesave innlánin, þegar þeir á sama tíma hafa rústað töluverðu af þeim eignum sem gætu komið þar á móti. Það þarf að draga þetta tjón frá uppgjörinu áður en farið verður að selja eignirnar. Hugsanlega er tjónið sem Bretar hafa valdið á eignum Landsbankans orðið það sama og innlánin voru á Icesave reikningana.
Gleymum ekki að aðgerðir Breta gegn Landsbankanum og Icesave voru ekki til að verja sparifjáreigendur í Bretlandi, heldur til að Gordon Brown gæti sýnt pólitískan töffaraskap.
Skuldir lenda ekki á þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2008 | 21:25
DV er málsvari glæpamanna
Stríð DV gegn lögreglunni er átakanlegt. Fáráðir blaðamenn og ritstjórar blaðsins virðast halda að þeir selji einhver fleiri eintök með því að stilla upp í blaðinu leiksýningu þar sem hættuleg lögregla með valdbeitingarhunda, rafbyssur og bryndrekum lemur á friðsömum almenningi. Að sönnu er þetta hryllileg sviðsmynd ef rétt væri - valdið gegn fólkinu - og ætti að hræða fjöldann allan.
Vandamál DV er hins vegar að venjulegt fólk hefur aldrei orðið vart við vilja lögreglunnar til að berja á því. Venjulegt fólk kvartar frekar undan því að sjá lögregluna allt of sjaldan.
En á hinn bóginn hlýtur lögreglan að hafa vilja til að geta átt í fullu tré við vopnaða og stórhættulega glæpamenn. Eða bara útúrdópað lið sem gengur í skrokk á lögreglumönnum. DV virðist halda að það dugi fyrir lögregluna að taka nokkur dansspor að hætti Sæma rokk, og þá verði allt gott í samskiptum við brotamenn. En auðvitað er það ekki svoleiðis.
DV finnst hrikalegt að lögreglan hafi ÁHUGA á að geta varist glæpalýð með hundum og rafbyssum. Og DV finnst stórundarlegt að lögreglan vilji ekki - með aðstoð DV - sýna glæpahyskinu hvaða tól og tæki hún hefur til afnota.
Til allrar hamingju lætur lögreglan DV ekki slá sig út af laginu. Vafalítið áttar lögreglan sig jafn vel á því og við hin, að DV er hér í hlutverki málsvara fanta og glæpamanna. Heldur er það aumt hlutskipti fyrir blaðamenn að gerast erindrekar fyrir sora samfélagsins. Nema auðvitað að þeir séu búnir að starfa svo lengi á DV að þeir upplifi sig sem sora samfélagsins.
DV segir yfirlýsingar ríkislögreglustjóra villandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.11.2008 | 11:57
Blaðamennska DV er ætluð heimskingjum
Fréttir DV um meintan vígbúnað lögreglu gegn almenningi eru engin nýlunda. Sorprit af þessu tagi eru til í hverju þjóðfélagi og þjóna þörf fólks fyrir slúður og illmælgi. Sérstaklega er svona blaðamennska stíluð inn á heimskingja, sem eru tilbúnir til að trúa því að til séu geimverur, að Elvis sé lifandi og að lögreglan njósni um allt og alla og vilji helst drepa alla sem á vegi hennar verða.
Það sem viðheldur svona blaðamennsku er að alltaf virðast til nógu margir heimskingjar sem vilja lesa tröllasögur og skítasmurning. Og það sem bjargar svona fjölmiðlum frá því að kafna í eigin drullu er að endrum og sinnum rekast á fjörur þeirra frásagnir sem eru raunverulega sannar, þar sem sagt er frá drullusokkshætti yfirvalda eða annarra og þar sem frásögnin leiðir til þess að stoppa ruglið.
En vandamálið er að það er ekki nóg af alvöru skítafréttum, því í heildina litið er hér almennilegt þjóðfélag með almennilegu fólki. Þess vegna þarf að framleiða ógeð til að fylla í eyðurnar, því blaðið kemur jú út á hverjum degi.
Dauður hundur og fornbíll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2008 | 22:10
Hvað er Gordon Brown þá að heimta?
Úr því að það eru til miklar eignir í Bretlandi á móti skuldum vegna Icesave, hvers vegna er breska ríkisstjórnin þá með endalausar kröfur og hryðjuverkastæla gagnvart Íslandi?
Einhvern veginn finnst manni að íslensk stjórnvöld séu ekki með þetta alveg á hreinu. Hvernig stendur á því að þetta mál er í svona miklum hnút?
Icesave upphæðir jukust ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 19:48
Vönkuð skýring ráðherrans
Ég heyrði viðtal við Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra, þar sem hann var að útlista hvers vegna hann hefði ekkert vitað af vandamálum vegna Icesave fyrr en í ágúst, þótt Fjármálaeftirlitið hafi vitað af því í mars. Jú, sagði ráðherrann, þetta var ekki komið á pólitískt stig fyrr en í ágúst. Fram að því hafði það verið á embættismannastigi.
Og kom ráðherranum þarmeð ekkert við. Og vildi ekkert heyra hvað einhverjir aumir embættismenn voru að bralla. Enda hefði það truflað hann við að skrifa lofgreinina um útrásarfyrirtækin sem hann birti á prívat vefsíðu sinni bjorgvin.is í ágúst - en tók síðuna svo niður til að fólk áttaði sig ekki á því hvers konar erkibjálfi hann er.
Og núna sé ég að litli embættismaðurinn í fjármálaeftirlitinu er búinn að gefa út yfirlýsingu um að hann hafi ekki sérstaklega látið viðskiptaráðherrann vita af samræðum embættismanna um Icesave í marsmánuði. Þarna er embættismaðurinn, forstjóri FME, að reyna að bjarga ráðherranum úr skítnum, í raun með því að taka á sig sökina af því að hafa haldið umræðunni svona lengi á embættismannastigi. Vitanlega gat ráðherrann ekki verið þekktur fyrir að snerta á málinu fyrr en það komst á pólitískt stig.
En hver stjórnaði því hvenær málið komst á pólitískt stig?
FME: Upplýsti ekki ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 17:19
Þetta vissu margir en þögðu
Hlakka til að sjá sunnudagsmoggann. Þar kemur væntanlega betur fram hvernig málið var vaxið. En ekki kemur þetta manni á óvart. Að sjálfsögðu vissi fólk í innsta hring allt um þetta, en kaus að þegja. Út á við var altalað að Hannes hefði tekið þessa peninga ófrjálsri hendi til að lána Pálma til að kaupa Sterling. En enginn viðurkenndi neitt. Gott að þetta er núna staðfest.
Miðað við hvað Pálmi hefur alla tíð verið góður með sig sem "eigandi" Sterling, þá er ljóst að hann hefur verið að leika hlutverkið vel, í ljósi þess að hann var bara leppur Hannesar.
Lét flytja út af reikningum FL án heimildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2008 | 23:21
Sannleiksást Pálma Haraldssonar
Kemur einhverjum á óvart að Pálmi Haraldsson hafi rekið starfsmann fyrir að vilja ekki ljúga fyrir hann? Stóra spurningin er hvort Pálmi þekki muninn á réttu og röngu? Það er nóg að heyra hann nefna tölur. Fyrst keypti hann Sterling á 5 milljarða, seldi svo á 15 milljarða og keypti aftur á 20 milljarða - en þegar upp var staðið reyndist flugfélagið fullkomlega verðlaust og fór rakleiðis á hausinn.
Nýlega sagði hann frá því í fjölmiðlum að hann hefði grætt 77 milljarða króna á því að selja hlutabréf í Englandi. Samt gat hann ekki bjargað Sterling frá gjaldþroti.
Það er full ástæða til að taka ofan fyrir konunni sem vildi ekki taka þátt í lygavefnum og lét frekar reka sig.
Rekin fyrir að segja ekki ósatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2008 | 11:20
Guðlaugur Þór er maður framkvæmdanna
Það er með ólíkindum hvað Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kemur miklu í verk. Hann er búinn að ná ótrúlega góðum árangri við að lækka lyfjaverð, þótt auðvitað vinni gengið þar á móti. En það er eins og Guðlaugur hafi komið inn í heilbrigðisráðuneytið með því hugarfari að þar væru engar heilagar kýr. Samt hefur verið meiri friður um heilbrigðismálin í hans tíð heldur en hjá nánast öllum heilbrigðisráðherrum síðustu áratuga.
Það hafa ekki verið mörg tilefni til að hæla ráðherrum að undanförnu, en svo sannarlega er hér tilefni til þess.
Póstverslun með lyf heimiluð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)