Blaðamennska DV er ætluð heimskingjum

Fréttir DV um meintan vígbúnað lögreglu gegn almenningi eru engin nýlunda. Sorprit af þessu tagi eru til í hverju þjóðfélagi og þjóna þörf fólks fyrir slúður og illmælgi. Sérstaklega er svona blaðamennska stíluð inn á heimskingja, sem eru tilbúnir til að trúa því að til séu geimverur, að Elvis sé lifandi og að lögreglan njósni um allt og alla og vilji helst drepa alla sem á vegi hennar verða.

Það sem viðheldur svona blaðamennsku er að alltaf virðast til nógu margir heimskingjar sem vilja lesa tröllasögur og skítasmurning. Og það sem bjargar svona fjölmiðlum frá því að kafna í eigin drullu er að endrum og sinnum rekast á fjörur þeirra frásagnir sem eru raunverulega sannar, þar sem sagt er frá drullusokkshætti yfirvalda eða annarra og þar sem frásögnin leiðir til þess að stoppa ruglið. 

En vandamálið er að það er ekki nóg af alvöru skítafréttum, því í heildina litið er hér almennilegt þjóðfélag með almennilegu fólki. Þess vegna þarf að framleiða ógeð til að fylla í eyðurnar, því blaðið kemur jú út á hverjum degi.


mbl.is Dauður hundur og fornbíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég er sammála þér.. Vel skrifað.

Gestur (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:00

2 identicon

Trúverðugleiki þessa sorprits stendur á núlli þannig að þeir hafa engu að tapa. Hlægilegt fyrirbrigði.

Bjarki (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband