DV er málsvari glæpamanna

Stríð DV gegn lögreglunni er átakanlegt. Fáráðir blaðamenn og ritstjórar blaðsins virðast halda að þeir selji einhver fleiri eintök með því að stilla upp í blaðinu leiksýningu þar sem hættuleg lögregla með valdbeitingarhunda, rafbyssur og bryndrekum lemur á friðsömum almenningi. Að sönnu er þetta hryllileg sviðsmynd ef rétt væri - valdið gegn fólkinu - og ætti að hræða fjöldann allan.

Vandamál DV er hins vegar að venjulegt fólk hefur aldrei orðið vart við vilja lögreglunnar til að berja á því. Venjulegt fólk kvartar frekar undan því að sjá lögregluna allt of sjaldan.

En á hinn bóginn hlýtur lögreglan að hafa vilja til að geta átt í fullu tré við vopnaða og stórhættulega glæpamenn. Eða bara útúrdópað lið sem gengur í skrokk á lögreglumönnum. DV virðist halda að það dugi fyrir lögregluna að taka nokkur dansspor að hætti Sæma rokk, og þá verði allt gott í samskiptum við brotamenn. En auðvitað er það ekki svoleiðis.

DV finnst hrikalegt að lögreglan hafi ÁHUGA á að geta varist glæpalýð með hundum og rafbyssum. Og DV finnst stórundarlegt að lögreglan vilji ekki - með aðstoð DV - sýna glæpahyskinu hvaða tól og tæki hún hefur til afnota.

Til allrar hamingju lætur lögreglan DV ekki slá sig út af laginu. Vafalítið áttar lögreglan sig jafn vel á því og við hin, að DV er hér í hlutverki málsvara fanta og glæpamanna. Heldur er það aumt hlutskipti fyrir blaðamenn að gerast erindrekar fyrir sora samfélagsins. Nema auðvitað að þeir séu búnir að starfa svo lengi á DV að þeir upplifi sig sem sora samfélagsins.


mbl.is DV segir yfirlýsingar ríkislögreglustjóra villandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Orgar

Skrýtið hvað DV hefur lítinn áhuga á Sterling og Fons ofl úr glæpaklíkunni

Orgar, 11.11.2008 kl. 21:49

2 identicon

Sæll Leifur. Þetta er ein besta súmmering á DV sem ég hef lesið. Þú hittir naglann þráðbeint á höfuðið hér.

Hannes (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 21:51

3 identicon

Ef litlu "rannsóknarblaðamennirnir" á DV hefðu nennt að hafa fyrir því, hefðu þeir á auðveldan hátt með Google komist að því að hundaeild lögreglunnar var lögð niður fyrr á þessu ári. Sjá hér. Og hér (athugasemd númer 4). Kannski ekki skrýtið þó að ríkislögreglustjóri sverji af sér það sem er ekki til. Annars finnst mér að lögreglan eigi að hafa hunda í vinnu. 

Hannes (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 22:16

4 identicon

Voðalega ertu bitur Leifur minn.

Þetta snýst ekkert um það að DV sé málsvari glæpamanna, sé andsnúinn valdbeitingarhundum og rafbyssum. Þetta snýst einfaldlega um gegnsæi stjórnvalda. Afhverju að fela aðbúnað lögreglu? Hvað er verið að fela og afhverju?

Mér finnst það skrítið þegar ríkislögreglustjóri kvittar undir það að aldrei hafi verið gefið leyfi fyrir þjálfun valdbeitingarhunda en samt er Skolli (þó svo að hann hafi dáið 2006) þjálfaður sem slíkur. Ég set spurningarmerki við það.

Og 30 ára gamall brynvagn. Er ríkislögreglustjóri s.s. að segja að lögreglan var betur búinn fyrir 30 árum heldur en hún er nú?

Síðan skil ég ekki hvernig DV getur verið málsvari glæpamanna þegar blaðið hefur í gegnum tíðina flett ofan af slíkum mönnum eins og t.d. Annþóri handrukkara. Voru þeir málsvarar glæpamanna þá?

Hvernig væri nú að skoða málið frá öllum hliðum - ekki bara hlaupa til handa og fóta þegar þú sérð talað um DV.

Bergur (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:41

5 identicon

Sammála þér Leifur, mjög góður pistill. Ríkislögreglustjóri hefur svarað en DV heldur áfram að rugla og bulla. Hvað á það að þýða að vera með fyrirsagnir eins og „Vígbúast gegn fólki“. Ég yrði í raun ekkert hissa að sjá fyrirsögnina „ Löggan er óvinurinn“ birtast rétt fyrir næstu helgi, eins og hér: http://aftaka.org/2008/11/08/loggan-er-lika-ovinur/

Gunnar (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 01:47

6 Smámynd: Rýnir

Sælt veri fólkið,

það er skemmst frá því að segja að við hverja bloggfærslu þar sem eitthvað neikvætt var skrifað um DV vegna fréttarinnar http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/11/dv_segir_yfirlysingar_rikislogreglustjora_villandi/ , komu fram athugasemdir til að reyna að verja hinn ömurlega málstað DV.

Þó er tilviljunin nú ekki meiri en svo að allar þessar athugasemdir voru settar inn á skömmu tímabili eftir miðnætti, undir mismunandi nöfnum og snérust efnislega allar um það sama þar sem byrjað var að því að vega að persónu eiganda vefsíðunnar. Skemmtileg tilviljun með IP-töluna líka... Var nokkuð verið að reyna að villa á sér heimildir til að auka hinn rýra trúverðugleika?

Dæmi nú hver fyrir sig hvort hugsanlega gæti nú verið að sami aðili hafi verið að reyna að villa á sér heimildir og e.t.v. starfsmaður DV ...

Fyrir aðra áhugasama þá er IP-tala viðkomandi: 85.220.73.107.
 
Athugasemdirnar voru annars:

http://zumann.blog.is/blog/zumann/entry/707569/
"Veistu að ég held að þú gangir ekki heill til skógar Guðmundur Jónas Kristjánsson. Gerði DV þér eitthvað? Skrifuðu þeir einhvern tímann um þig? Þú ert svo blindaður hatri í garð DV að það er ekki hægt að trúa einu einasta orði sem birtist eftir þig hérna á vefnum.
[…]
Geir Friðrik (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:58"
 
http://dollih.blog.is/blog/dollih/entry/707605/
"Dolli minn þú hlýtur bara að vera blindaður af hatri gagnvart DV. Afhverju öll þessi leyndarmál um aðbúnað lögreglu, lífverði ráðamanna og óeirðabúninga? Afhverju ekki bara að koma hreint fram til dyranna? Því þessir menn kunna það ekki og hafa aldrei gert.
[...]
Lígri (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:54"
 
http://hinnvitiborni.blog.is/blog/hinnvitiborni/entry/707681/
"Hinn viti borni maður? Kallaru þig virkilega hinn viti borni maður? Afhverju ekki bara „Blár í gegn."
[...]
Brjánn (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:51"
 
http://rynir.blog.is/blog/rynir/entry/707692/

"Vá hvað þú ert fyndinn maður - haltu áfram að blogga því allt sem þú skrifar er bara snilld. Hvað er númerið þitt? Þú ert svo flottur.
Bragi (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:46"
 
http://leifurh.blog.is/blog/leifurh/entry/707912/
"Voðalega ertu bitur Leifur minn.
[...]
Bergur (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:41"
 
Það verður þó að hrósa viðkomandi fyrir að vinna vinnuna sína þó málsstaðurinn sé vondur. Snöggur var hann einnig að verkinu sem og að vinna yfirvinnu, skömmu eftir miðnætti, eða hvað?

Góðar kveðjur,

Rýnir, 12.11.2008 kl. 15:21

7 identicon

Það væri líka fróðlegt að vita hvort þeir sem skrifa þessar níðfréttir um lögregluna í DV eigi að baki einhvern sakaferil. Mér finnst það skipta miklu máli hvort viðkomandi blaðamaður eigi einhverja sögu í samskiptum við lögguna. Og hvaða máli skiptir almenning hvernig óeirðabúningar lögreglunnar eru? Hver hefði gagn af svoleiðis upplýsingum nema sá sem ætlar sér að ráðast gegn henni. Hinn almenni borgari, sem DV er svo tíðrætt um, hefur hvorki gagn né þörf fyrir slíkar upplýsingar.

En ég legg til að DV upplýsi lesendur sína um sakaferli blaðamanna sinna sem skrifa um lögregluna ef þeir eiga slíka sögu og jafnframt hversu oft sömu aðilar hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum sem hafa endað í átökum við lögreglu ef það á við. 

Miðað við heiftina í skrifunum þá mættu halda að þeir sem skrifa eigi harma að hefna.

Hannes (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:02

8 identicon

Ég starfaði á DV.is í sumar en þekki ekki til þessa drengs sem skrifar þessa frétt hann hefur tekið til starfa eftir að ég hætti. Ég kannast ekki við það að þeir sem ég starfaði með í sumar hafi verið á sakaskrá, það má þó vel vera en mér þykir það ansi ólíklegt.

Ég get tekið undir það að þessi frétt er afleidd, hún er illa unninn og í alla staði gerð til að selja blaðið með stríðsfyrirsögn. Blaðið sem upphaflega fréttin birtist í þ.e. fimmtudagsblaðið síðast var fullt af góðum greinum og skemmtilegu efni. Það er því sorglegt að menn skuli eyðileggja góða vinnu svo margra annarra blaðamanna með því að setja svona sorafrétt á forsíðu og bara yfir höfuð í blaðið.

Menn eru haldnir einhverri syndrómi hjá DV þar sem þeir halda að ekki sé hægt að selja blað nema með svona fréttum. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 05:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband